Gagnvirkur lestur

Gagnvirkur lestur

Gagnvirkur lestur er lesskilningsaðferð sem hefur verið mikið rannsökuð og eru niðurstöður samhljóma um að aðferðin skilar góðum árangri er kemur að skilningi í öllum greinum. Meginniðurstöður greiningar á 19 rannsóknum sýndu fram á að meðalgóðum og góðum námsmönnum fór fram í lesskilningi eftir að þeir lærðu að nýta sér aðferðir gagnvirks lesturs. Höfundur aðferðarinnar eru Brown og Palincsar (Rósa Eggertsdóttir, 2019).

Gagnvirkur lestur og hlutverkin frá Svíþjóð

Í Svíþjóð hófst þróunarverkefnið En lasenda klass árið 2014 en verkefninu var ætlað að efla lesskilning nemenda. Til að auðvelda nemendum að vinna með gagnvirkan lestur voru búnar til myndir/hlutverk sem voru byggð á hugmyndum um gagnvirkan lestur. MSHA fékk leyfi hjá Svíum að nota þessar myndir hér á landi (Cronqvist, C. 2014. En lasande klass – Stjarnlasaren). Hér fyrir neðan sjáið þið myndirnar eins og Svíar túlkuðu þær.


Það sem einkennir góða lesara

  • Þeir beita mismunandi lestrarhegðun

  • hægja á lestrinum eða auka hraðann,

  • endurlesa mikilvæga kafla,

  • fara fram fyrir í texta til að fá vísbendingar,

  • staldra við og spyrja sig spurninga, t.d. álykta um framhald,

  • túlka og taka saman meginatriði.

  • Samspil /gagnvirkni er á milli lesanda og efnis

  • tengja efni textans við fyrri þekkingu,

  • leita útskýringa þegar merking er óljós.

  • Tækni og skilningur: þeir hafa leikni í umskráningu, góðan leshraði búa yfir góðum orðaforðia og skilning.


Efni á íslensku um gagnvirkan lestur

Anna Guðmundsdóttir hefur tekið saman kennarahandbók um gagnvirkan lestur. Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir kennara sem vilja kynna sér gagnvirkan lestur og til að kenna nemendum aðferðina.
Slóð á rafbókina: Lesið til skilnings. Kennarahandbók í gagnvirkum lestri.

Heimildir

Cronqvist, C. (2014). En lasande klass – Stjarnlasaren.

Rósa Eggertsdóttir. (2019). Hið ljúfa læsi, handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir.