Í Svíþjóð hófst þróunarverkefnið En lasenda klass árið 2014 en verkefninu var ætlað að efla lesskilning nemenda. Til að auðvelda nemendum að vinna með gagnvirkan lestur voru búnar til myndir/hlutverk sem voru byggð á hugmyndum um gagnvirkan lestur. MSHA fékk leyfi hjá Svíum að nota þessar myndir hér á landi (Cronqvist, C. 2014. En lasande klass – Stjarnlasaren). Hér fyrir neðan sjáið þið myndirnar eins og Svíar túlkuðu þær.
Þeir beita mismunandi lestrarhegðun
hægja á lestrinum eða auka hraðann,
endurlesa mikilvæga kafla,
fara fram fyrir í texta til að fá vísbendingar,
staldra við og spyrja sig spurninga, t.d. álykta um framhald,
túlka og taka saman meginatriði.
Samspil /gagnvirkni er á milli lesanda og efnis
tengja efni textans við fyrri þekkingu,
leita útskýringa þegar merking er óljós.
Tækni og skilningur: þeir hafa leikni í umskráningu, góðan leshraði búa yfir góðum orðaforðia og skilning.
Cronqvist, C. (2014). En lasande klass – Stjarnlasaren.
Rósa Eggertsdóttir. (2019). Hið ljúfa læsi, handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir.