Upplýsingatækni

Upplýsingatækni og Byrjendalæsi

Þegar Byrjendalæsi kom fyrst fram á sjónarsviðið á árunum 2004-2006 þá var tækjabúnaður sem notaður er í upplýsingatækni ekki mjög þróaður. Það voru til borðtölvur sem skólar gátu nýtt sér en fyrir ritun en þær buðu ekki upp á mikið meira.

Hægt og sígandi komu spjaldtölvur meir og meir inn í kennslustofurnar. Spjaldtölvur opna á marga möguleika í kennslu Byrjendalæsis. Fyrir nemendur sem eru með hæga úrvinnslu í umskráningu þá geta þeir m.a. nýtt sér spjaldtölvur þar sem hægt er að lesa inn texta og spjaldtölvurnar skrifa fyrir nemendur. Þær bjóða einnig upp á mikla sköpun fyrir alla nemendur þar sem hægt er að blanda saman hljóð og mynd. Nemendur geta búið til myndbönd, teiknað myndir í tækjunum eða teiknað á blöð og flutt inn í tækin. Möguleikarnir eru endalausir.

Book Creator

Hér fyrir neðan má sjá dæmi úr myndasögunni Óheppni maðurinn, sagan var unnin í forritinu Book Creator. Nemandinn teiknaði myndir sem hann færði inn í forritið og setti svo texta við myndirnar.