Samþætting

Samþætting Byrjendalæsis og annarra námsgreina

Síðustu árin hafa kennsluhættir verið að færast í átt að aukinni samþættingu námsgreina, ekki síst á yngsta stiginu. Byrjendalæsi er kennsluaðferð sem hentar vel við samþættingu námsgreina. Með samþættingu er átt við að unnið sé með viðfangsefni sem taka til fleiri en einnar námsgreinar. Handbækurnar Að mörgu er að hyggja (Ingvar Sigurgeirsson, 1999) og Fagleg kennsla í fyrirrúmi (Hafdís Guðjónsdóttir o.fl., 2005) sýna báðar dæmi um samþættingu námsgreina.

Algengt er að flétta saman læsi og samfélags – og náttúrufræðigreinar, oft fylgir myndmennt þeirri samþættingu. Aðrar námsgreinar s.s., stærðfræði, lífsleikni og tónmennt samþætta kennarar einnig með læsi. Viss hætta er á, við samþættingu læsis við aðrar námsgreinar, að markmið og verkefni fyrir læsiskennsluna falli í skuggann af markmiðum og verkefnum þeirra greina sem samþætta á með læsinu. Hafa þarf í huga þegar kennsluáætlun er útbúin að markmiðssetning sé skýr fyrir bæði læsi og það fag sem samþætta á við læsi. Krossáætlun og vennkort eru góð verkfæri til að vinna með þegar markmið eru sett niður.


Í bókinni flugvélar er ýmiss konar fróðleikur sem um flugvélar og störf sem tengjast fluginu.

Hrafninn er fimmta bókin í bókaflokknum milli himins og jarðar. Í henni má finna bæði fróðleik og frásagnir sem tengjast hrafninum.

Köngulær er fyrsta bókin í bókaflokknum Milli himins og jarðar. Í bókinni má finna alls konar fróðleik um köngulær og lífsferli þeirra.

Kennsluáætlun Flugvélar

Smelltu á þennan hlekk þá kemur upp kennsluáætlun fyrir Flugvélar.

Verkefni með bókinni Hrafninn

Smelltu á þennan hlekk þá koma upp verkefni sem hægt er að nota á stöðvum í vinnu með bókina.


Kennsluáætlun Köngulær

Smelltu á þennan hlekk þá kemur upp kennsluáætlun og verkefni með bókinni Köngulær.