Hér má finna upplýsingar um samvirku læsiskennsluaðferðina Byrjendalæsi og þær grunnstoðir sem hún byggir á. Á vefnum má einnig finna fjölbreytt verkefni og verkfæri sem hægt er að nýta til að efla læsisnám barna á yngsta stigi. Við vonum að lesendur hafi gagn og gaman af að því að skoða efnið á vefnum. Takk fyrir innlitið!
Grunnstoðir Byrjendalæsis byggja m.a. á kenningum Gudschinsky, Frost, Rumelhart, Solity og Leimar. Ennfremur var stuðst við NRP2000 rannsóknina þar sem m.a. kemur fram mikilvægi þess að kennsluaðferðir í læsi feli í sér nálgun sem nái til allra þátta móðurmálsins. Þannig er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir tungumálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði og lesskilningur tengd inn í ferlið.
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur staðið að þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsi í samvinnu við skóla víðs vegar um land frá árinu 2004. Áhugasamir sem vilja kynna sér aðferðina betur er bent á að setja sig í samband við starfsfólk MSHA.
Höfundur og forystumaður um innleiðingu aðferðarinnar er Rósa Eggertsdóttir.
Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð vefsíðunnar.