Vatnsdeigsbollur
Uppskrift
100 gr Smjör
2 ½ dl vatn
125 gr hveiti
½ tsk salt
1 tsk sykur
3 stk egg
Aðferð
1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 gráður og blástur
2. Setjið vatn og smjör í pott og sjóðið
3. Mælið hveiti, salt og sykur í hrærivélaskál
4. Hellið sjóðandi vatninu í skálina og hrærið vel saman
5. Þegar blandan er volg, því kaldari því betra setjið eggin eitt í einu í blönduna og hrærið vel saman á milli.
6. Taktu tvær matskeiðar og settu deigið á bökunarplötu, hver bolla er full skeið.
7. Bakið bollurnar í 25-30 mínútur