Hjónabandssæla
2 dl hveiti
2 dl haframjöl
1 dl púðursykur
1 /2 tsk matarsóti
80 g smjörlíki eða smjör
1 egg
3–4 msk rabarbarasulta
Aðferð
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
2. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
3. Myljið smjörlíkið saman við.
4. Hrærið mjólk eða egg út í og hnoðið.
5. Skiptið 2/3 af deiginu í 12 múffumót og þjappið örlítið.
6. Setjið smá sultu ofan á deigið.
7. Myljið afganginn af deiginu ofan á sultana
8. Bakið í um það bil 15 mínútur.