Ítalskir hálfmánar
uppskrift
2. 1/4 tsk þurrger
2 dl volgt vatn
1 msk olía
1/2 tsk salt
4–5 dl hveiti
Fylling:
2 msk pítsusósa
25 g pepperóní
1/8 paprika
25 g rifinn ostur
Aðferð
Setjið vatn í skál.
Setjið þurrgerið, olíuna og saltið út í vatnið.
Setjið hveitið saman við, fyrst 4 dl og svo þann fimmta ef þörf krefur
. Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað.
Stillið ofninn á 200 °C.
Takið til áleggið í hálfmánana.
Skiptið deiginu í fjóra hluta.
Breiðið út í kringlóttar kökur um það bil 20 cm í þvermál.
Penslið brúnir hverrar köku með olíu.
Fylling sett á kökurnar samkvæmt leiðbeiningum
Fylling
Pítsusósa smurð á hverja köku en ekki alveg út á brúnir.
Smátt skorið pepperóní sett á annan helminginn.
Brytjuð paprika sett ofan á ásamt osti og kryddi.
Brúnir penslaðar með olíu.
Kakan lögð saman og brúnirnar pressaðar með gaffli.
Skerið 3 raufar í deigið að ofan til að hleypa gufu út.
Bakið í 200° heitum ofni í 20–25 mínútur, eða þar til fallegur litur er kominn á deigið.