6 dl vatn
1/4 laukur eða biti af blaðlauk
1 meðalstór kartafla
1 rófusneið
1 gulrót
1 dl saxað hvítkál
1 dl smátt brotið spagettí
1/2 kjúklingateningur
1/2 grænmetisteningur
fersk eða þurrkuð steinselja og smá pipar
Mælið vatnið í pott og látið suðuna koma upp.
Hreinsið grænmetið, afhýðið það sem þarf og skolið það sem þarf.
Skerið grænmetið smátt og brjótið spagettíið í litla bita.
Látið grænmetið, spagettíið, kraftinn og kryddið í pottinn og látið sjóða í 10-15 mínútur.
Það má nota fleiri tegundir af grænmeti í þessa súpu. Svo sem sæta kartöflu, sellerí, blómkál, spergilkál, papriku og fl.