Austurlenskur Núðluréttur
Fyrir 2
½ pakki austurlenskar núðlur
1 msk matarolía
¼ púrrulaukur í ræmum
1 gulrót í mjóum ræmum
Kál, getur verið kínakál, hvítkál eða spergilkál
½ chilepipar, smátt saxaður
2 rif hvítlaukur, smátt söxuð eða rifin
2 msk engifer
1 msk hunang
1 msk sojasósa
½-1 dl vatn
Aðferð
1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka.
2. Skerið grænmetið.
3. Látið grænmetið malla við miðhita í 1 msk af matarolíu þar til það er orðið mjúkt, það á ekki að brúnast.
4. Minnkið hitann og bætið saman við vatninu, hunanginu, soja sósunni og sesamolíunni..
5. Hellið vatninu af núðlunum og bætið þeim á pönnuna, blandið vel.