Piparkökur
125 gr sykur
125 gr smjörlíki (við stofuhita)
375 gr hveiti
1 tsk negull
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1/4 tsk hvítur pipar
1 dl sýróp
1/2 dl mjólk
Aðferð
Allt sett í hrærivélarskálina og hnoðað saman með króknum (einnig hægt að hnoða í skál með höndunum).
Fletjið út frekar þunnt með kökukefli
Stingið út fígúrur og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
Bakið við 180°C í 8-10 mínútur. Misjafnt milli ofna