Bananabrauð

Bananabrauð

Uppskrift

  • 3 vel þroskaðir bananar

  • 60 g brætt smjör

  • 1 egg

  • 1 tsk vanilludropar

  • 120 g sykur

  • 250 g hveiti

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk matarsódi

  • 1 tsk kanill

  • 150 ml ab-mjólk

Aðferð

1. Stillið ofninn á 175ºC.

2. Bræðið smjörið og kælið það niður.

3. Setjið bananana í hrærivélina og hrærið þangað til þeir eru fullkomlega maukaðir.

4. Hellið smjörinu út í banana ásamt eggi, sykri og vanilludropum.

5. Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, matarsóda og kanil.

6. Blandið því saman við bananablönduna og hellið ab-mjólkinni svo út í hægt og rólega.

7. Hellið deiginu í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír.

8. Bakið brauðið í um það bil klukkutíma eða þangað til brauðið er bakað í gegn.