Spesíur
600 gr hveiti
480 gr smjör
180 gr flórsykur
Aðferð
Blandið öllum hráefnum saman og hrærið saman með deigkrók í hrærivél þar til deigið er kekkjalaust, það getur verið að það þurfi aðeins að hnoða deigið á borði með höndunum.
Skiptið deiginu í þrjá jafna hluta og rúllið í 5 cm þykka lengju.
Skerið lengjurnar í sentimeters þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu með smjörpappír
bakið á 180 gráðu hita í ca 10 mínútur.
Þegar kökurnar koma úr ofninum er súkkulaðidropi settur á miðja kökuna.
Súkkulaðibitakökur
150 gr smjör
165 gr sykur
50 gr púðursykur
1 stk egg
225 gr hveiti
150 gr kókosmjöl
150 gr súkkulaði
¾ tsk matarsóti
¾ tsk salt
1 tsk vanilludropar
Aðferð
Sama og spesíurnar
Kókostoppar
2 stk egg
220 gr sykur
2 tsk vanilludropar
60 gr hveiti
200 gr kokos
70 gr súkkulaði
Appelsínubörkur “rifinn”
Aðferð
Öllu blandað saman, Kökurnar settar á bökunarplötu með smjörpappír.
Gott er að nota 2 matskeiðar til að setja kökurnar á bökunarplötuna.
Bakað á 180 í 12 mínútur.