Granóla morgunkorn
Uppskrift.
2 bollar haframjöl
1 bolli kokosmjöl
1 ½ bolli hnetur og fræ að eigin vali
1 tsk salt
½ bolli góð olía t,d, avakado olía
½ bolli hlynssýróp
1 msk vanilludropar
Aðferð.
1. Kveikið á ofninum á 160 gráður með blæstri
2. Mælið öll þurrefni í skál
3. Mælið olíu, sýróp og vanillu í lítinn pott og hitið. Þarf ekki að sjóða bara hita.
4. Blandið öllu vel saman með sleikju
5. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og dreifið blöndunni yfir plötuna.
6. Bakið í ca 15 mínútur eða þar til blandan er hæfilega ristuð.
Gott er að nota hörfræ og husk trefjar í morgunkornið sem gerir meltingunni afar gott.