Inkscape er vector teikniforrit sem er bæði frítt og afar öflugt. Hægt er að ná í nýjustu útgáfu á inkscape.org
Kennslumyndbönd á YouTube - Inkscape frá grunni
það er auðvelt að finna sér kennsluefni á netinu. Auðveldast er að fara á YouTube og leita eftir Inkscape tutorial og þá kemur fjöldin allur upp af allskyns efni. Við höfum tekið saman nokkra linka sem okkur fannst gagnlegir.
Inkscape Beginners' Guide - Þetta er fínn playlisti á youtube sem útskýrir forritið vel og það er auðvelt að vera fikta í forritinu og láta hann spila um leið. Stöðin (youtube channel) PhotoAdvanced2 sem gerir þessi kennslumyndbönd er líka með góð myndbönd fyrir lengra komna.
Inkscape Tutorials for Beginners - Mjög góður byrjanda kennslumyndbanda- spilunarlisti á YouTube. Vel farið yfir “shortcuts”. Mörg stutt video sem taka fyrir lítinn afmarkaðan þátt.
Inkscape Video Tutorial - Góður spilunarlisti. Lengri myndbönd sem fara yfir margt. Talar hratt og maður lærir mjög mikið mjög hratt.
Hér eru hlekkir á kennslumyndbönd og vefsíður sem sýna m.a. hvernig við breytum ljósmynd í vektorgrafík og hvernig við undirbúum myndina fyrir skurðarvélarnar:
Myndbönd frá okkur:
Inkscape ljósmynd breytt í feril
Inkscape mynd undirbúin fyrir vínylskera
Annað kennsluefni:
Inkscape hönnun fyrir laserskurð - myndband frá Fab Lab í Vestmannseyjum sem sýnir hvernig hanna á í Inkscape fyrir leiserskurðarvél.
Inkscape fyrstu skrefin mjög góður spilunarlisti á youtube frá Þorsteini Broddasyni.
Inkscape byrjendur vinna med myndir - leiðbeiningar á texta formi
Inkscape kennsluefni - leiðbeiningar á texta formi
Inkscape kennsluefni frá Salvöru Gissurardóttur - Myndbönd - fer hægt yfir
Inkscape how to make name sticker - leiðbeiningar á textaformi
How to Put Text on Path (Tips and Tricks) - Inkscape Tutorial - myndband á youtube
Designing a Simple Logo in Inkscape - myndband á youtube
Kennsluefni héðan og þaðan á netinu
Inkscape.org - Hér er að finna fullt af kennsluefni á pdf formi. Þarna eru líka hlekkir á áhugvert kennsluefni sem þeir mæla með.
Inkscape tutorials - vefur þar sem er að finna allskyns kennsluefni bæði á video og skriflegt.
FabLab wiki vefurinn - Þessi síða bendir á fullt af kennsluefni sem tengist Fab Labinu
Inkscape - Hér er að finna síðu sem bendir á Inkscape kennsluefni. Þetta efni er mest allt skriflegt. þó er bent á nokur video.
http://wiki.fablab.is/wiki/Portal:Tutorials
Handbók um Inkscape frá Floss manuals - Vefur þar sem auðvelt er að fletta upp verkfærunum og leita að “shorcuts” og þess háttar.
Kennsluefni fyrir smellismíði (press-fit)
Inkscape Smellismíði: - Fínar leiðbeiningar á íslensku á PDF formi sem sýna hvernig hægt er að hanna smellismíði í Inkscape.
Designing a Laser Cut Tabbed Box Using Inkscape: - Myndband á ensku sem sýnir á rólegan hátt hvernig hægt er að hanna smellismíði í Inkscape.