Á þessari síðu birti ég ýmis verkefni sem ég hef verið að vinna með og þróa í stærðfræði í gegnum starfsævina. Ég eyði ekki púðri hér í verkefni sem byggja á námsefninu heldur frekar þeim verkefnum sem ég hef notað til að dýpka skilning og brjóta upp kennsluna.
Þrautir, sem flestar eru þýddar úr bókinni Mathematical Team Games sem gefin var út af Tarquin Publications í Englandi. Hér er að finna eintök af þeim þrautum sem ég hef þýtt eða samið ásamt útskýringum um hvernig þetta virkar.
Ég hef í gegnum tíðina notað Quizlet mikið með mínum nemendum og ekki síst Live fítusinn. Ég á í mínum fórum mikið af spurningum um stærðfræði sem ég hef flokkað þar inni. Hér er tengill inn á Quizlet hjá mér og þar er hægt að taka afrit af söfnunum mínum og prófa með ykkar nemendum.