Leikskólaganga








Velferð nemenda

er höfð að leiðarljósi

í öllu starfi Mánalands

Aðlögunarbréf til foreldra.docx

Upphaf leikskólagöngu

Í upphafi leikskólagöngu nemenda eru forráðamenn boðaðir í samtal við deildarstjóra- og/eða leikskólastjóra. Mikilvægt er að samstarf foreldra/forráðamanna byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu, að velferð nemenda sé höfð að leiðarljósi.

Í samtalinu er óskað eftir almennum upplýsingum svo sem um heilsufar, matarvenjur, ofnæmi/óþoli, upplýsingum um málþroska og boðskiptafærni nemenda. Einnig er spurt um fjölskyldusögu því það skiptir máli hvort náskyldir séu með lestrar-, heyrnar eða málþroskavanda til þess að skólaganga nemenda verði sem best. Með þessum upplýsingum er leikskólinn betur í stakk búin að grípa inn í og beita snemmtækri íhlutun.

Forráðamenn nemenda sem eru að læra íslensku sem annað mál eru líka beðinir um að svara spurningum um málþroska/boðskiptafærni nemenda á móðurmáli þeirra.


Foreldrasamstarf

Afar mikilvægt er að vera í góðu samstarfi við foreldra og veita þeim góða fræðslu um snemmtæka íhlutun, þróun málþroska, tengsl málþroska og læsis. Einnig þarf að ræða hlutverk foreldra í eflingu málskilnings- og máltjáningu barna. Mikilvægt er að foreldrar fái markvissa fræðslu um þróun málþroska, hvernig þeir geta eflt hann, undirstöðuþættir læsisnáms, umgengni við snjalltæki og áhrif þeirra á máltöku.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að lesa á hverjum degi fyrir börnin sín og minntir á mikilvægi sumarlestrar áður en börnin fara í sumarfrí, þar sem mikilvægt er lesa reglulega fyrir börn allt árið um kring

Á Mánalandi er foreldrasaamstarf eftirfarandi:

  • Haustfundur - er haldinn árlega í september og allir foreldrar hvattir til að mæta til að fá kynningu á starfinu, starfsfólki, áherslum og ýmsu öðru sem nauðsynlegt er að fá upplýsingar um

  • Foreldrasamtöl eru á bilinu 1-2 á ári

  • Foreldraráð - Kosið er í foreldraráð einu sinni á ári en í ráðið skal skipa 3 foreldra. Lögum samkvæmt skal vera foreldraráð við hvern leikskóla. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér lög um leikskóla á vefsíðu Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands.

Gagnlegar fræðslusíður um málþroska

Samstarf við Víkurskóla/Tónskóla

Elstu nemendur fara í grunnskólann síðasta leikskólaárið sitt. Það er misjafnt eftir aðstæðum hvernig skólasamstarfinu er háttað. Það hefur verið frá því að fara einu sinni í viku frá síðla hausti, en líka byrjað á vorönn og þá oftar í viku en jafnframt var einn hópur tekinn upp í forskóla þegar erfitt var að manna leikskólann og því er samstarfið mjög gott á milli þessara skóla. Nemendur hafa farið með kennara úr leikskólanum og eru með kennaranum sem mun svo taka við þeim í 1. bekk að hausti. Því skapast góð tengsl við kennarann og þau þekkja hann því vel og skólahúsnæðið þegar þau byrja. Þau hafa verið að fara með 1. - 2. bekk í listastofuna, íþróttatíma, bekkjatíma, þau heimsækja bókasafnið, borðað hádegismat og verið með í frímínútum.

Mjög gott samstarf er við Tónskólanum en við förum tvisvar í viku þangað til að syngja og stundum fá nemendur líka að prufa hljóðfærin og starfsmenn leikskólans sem kunna á hljóðfæri eru virkjaðir til þátttöku. Þarna læra nemendur lög og vísur ásamt heiti yfir hljóðfæri og allt tengist þetta og eflir málþroska þeirra.

Tengsl við samfélagið

Leikskólinn hefur verið að fara á elliheimilið Hjallatún og sungið fyrir vistmenn, nemendum hefur verið boðið í nónhressingu og þegar má eftir Covid þá langar okkur að fara og spila og spjalla við eldra fólkið. Með þessu erum við að auka málþroskann og efla tengsl milli kynslóða.

Við förum líka í göngutúra, kíkjum í heimsókn, bæði í hesthús og fjárhús og skoðum dýrin. Okkur er líka boðið að kíkja í heimsókn á fleiri staði hér í Vík sem eru þá með dýr eða eitthvað annað áhugavert. Við lærum helling af orðum í svona ferðum, bæði göngutúrum og heimsóknum ásamt því að læra um náttúruna. Við eigum marga velunnara hér í Vík í Mýrdal og erum við þeim ávallt þakklát.

GLEÐI - JÁKVÆÐNI - VINÁTTA