Menntun í Mýrdalshreppi


Nám skal fara fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta

Læsisstefna Mánalands

Starfshættir Mánalands eiga að vera þannig að stuðlað sé að fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi sem eflir áhuga nemenda á læsi og bætir árangur í málþroska og lesskilningi. Nota á fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir sem stuðla að jákvæðu viðhorfi til læsis, auka færni og gefa nemendum færi á að tjá sig á margvíslegan hátt. Nýta skal hvert tækifæri til samræðna t.d. Í leik úti og inni, við matarborðið, í fataherbergi og við skiptiborðið, setja þarf orð á allar athafnir. Lestur á hverjum degi í litlum hópum gefur svigrúm til samræðulesturs og gæðastundir í málörvun.

Læsi í aðalnámskrá leikskóla

Leiksskólastarf byggir á lögum um leikskóla þar sem gildi leiksins er í brennidepli.

Eitt námssvið leikskólans er læsi og samskipti. „Læsi í víðum skilningi þess orðs er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi í víðum skilningi þess orðs er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011, bls. 42).

Menntastefna Mýrdalshrepps

Í menntastefnu Mýrdalshrepps má sjá hvaða gildi sveitarfélagið vill setja í öndvegi, markmið og leiðir í menntamálum, og ekki síður hvað sveitarfélagið getur boðið nemendum og aðstandendum þeirra. Menntastefnan endurspeglar metnaðarfullt starf sveitarfélagsins í menntamálum og jákvætt viðhorf þess til málaflokksins. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að standa vörð um menntun nemenda, hvort heldur er í leik-, grunn- eða tónskóla og leggur sig fram um að gera aðstæður eins góðar og unnt er hverju sinni.

GLEÐI - JÁKVÆÐNI - VINÁTTA