Dagskipulag-verkferlar

Málörvun í daglegu starfi

er mikilvægasta verkefni starfsfólks leikskóla


Hér er fjallað um þær stundir sem eru á dagskipulagi leikskólans, margt af því sem kemur fram hér er byggt að einhverju leiti á efni frá leikskólanum Eyrarvöllum með góðfúslegu leyfi. Sagt er frá hvernig uppbygging hverjar stundar er og hlutverk starfsfólks og kennara rætt. Að auki má sjá dæmi um kennsluefni fyrir hverja stund einnig er sýndur grunnorðaforði sem kennarar og starfsfólk geta táknað með börnunum og ýtt undir máltjáningu þeirra, athugið að listinn er alls ekki tæmandi heldur er um að ræða hugmyndir sem samtöl og samskipti eru byggð á.

Rólegur leikur

Í upphafi leikskóladags er gott að byrja starfið á rólegum leik til að börnunum finnist þau velkomin í leikskólann. Oftast er um að ræða leiki við borð t.d. púsl, litir, perlur og fleira. Mikilvægt er að tekið vel á móti þeim og foreldrum þeirra. Ef að börnum finnst erfitt að kveðja foreldra/foreldri sitt er haft samráð um hvernig best sé að koma til móts við barnið í mótttöku á morgnanna.

Í rólegum leik fá börnin tækifæri til að

  • þroska færni, þekkingu og vináttu

  • efla samvinnu, samskipti og sjálfstæði

  • læra í gegnum leik

  • kynnast fjölbreyttum efnivið

  • stjórna leiknum sjálf

  • njóta sín í leik

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum má sjá hér að ofan

  • leggi áherslu á að vera með nemendum

  • vinni með þátttöku allra


Matmálstímar

Í matmálstímum er farið yfir borðsiði, rætt um hollustu næringar og mikilvægi þess að smakka á nýjum fæðutegundum. Mikil málörvun á sér stað í matmálstímum því þar sitja börn og fullorðnir saman og eiga notarlega stund. Yngri börnin eru að læra að borða sjálf með gaffli en eldri börnin læra að skammta sér sjálf, smyrja, hella í glas og nota hnífapör.

Í matmálstímum fá börnin tækifæri til að

  • njóta samskipta við jafnaldra

  • efla sjálfstæði sitt

  • læra í gegnum leik

  • kynnast hugtökum tengd matmálstímum

  • njóta matar í rólegu umhverfi

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum má sjá hér að ofan

  • leggi áherslu á að sitja með börnunum og halda uppi samtali og samskiptum

  • hvetji börnin til að smakka og séu fyrirmynd barnanna

Frjáls leikur inni/Val

Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins, kennsluaðferð leikskólakennarans og helsta námsleið barnsins. Í frjálsum og sjálfsprottnum leik er barnið að

Í upphafi leikskóladags er gott að byrja starfið á rólegum leik til að börnunum finnist þau velkomin í leikskólann. Mikilvægt er að tekið vel á móti þeim og foreldrum þeirra. Ef að börnum finnst erfitt að kveðja foreldra/foreldri sitt er haft samráð um hvernig best sé að koma til móts við barnið í mótttöku á morgnanna.

Í rólegum leik fá börnin tækifæri til að

  • þroska færni, þekkingu, vináttu og upplifun

  • efla samvinnu, samskipti og sjálfstæði

  • auka skilning á lýðræði og virða ólíkar skoðanir

  • læra í gegnum leik

  • kynnast fjölbreyttum efnivið

  • stjórna leiknum sjálf

  • njóta sín í leik

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • leggi áherslu á að vera með nemendum og ýta undir að leikurinn þróist

  • vinni að því að lengja tímann sem börnin eru að leik

  • vinni með þátttöku allra

Útivera

Breytilegt er hvenær farið er út með nemendur en stefnt er á að fara minnst einu sinni út dag hvern. Útivera er mikilvægur þáttur í námi leikskólabarna og þar njóta þau sín í frjálsum leik. Þar fá þau tækifæri til að fá útrás, hreyfa sig að vild, hrópa eða jafnvel öskra, fara í ærslaleiki og klifra. Með útiverunni upplifa börnin frelsi, hún stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan þeirra og eykur þol og styrk.

Í útiveru fá börnin tækifæri til að

  • þroska færni, þekkingu, vináttu.

  • efla samvinnu og samskipti

  • auka skilning á lýðræði og virða ólíkar skoðanir

  • öðlast sjálfstæði og þor

  • læra í gegnum leik

  • kynnast fjölbreyttum efnivið

  • stjórna leiknum sjálf

  • njóta sín í leik

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • leggi áherslu á að vera með nemendum og ýta undir að leikurinn þróist

  • vinni með þátttöku allra

  • hvetji börn til að spreyta sig og takast á við fjölbreytt verkefni úti við

Salernisferðir/hreinlæti

Hreinlæti er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barnanna og er þeim hjálpað við að tileinka sér almennar hreinlætisvenjur. Við byrjum daginn á því að allir þvo sér um hendur þegar þeir mæta í leikskólann einnig þvo börnin sér um hendur eftir útiveru, fyrir matmálstíma og eftir salernisferðir. Bleiuskipti yngri barna eiga sér stað reglulega yfir daginn. Við bleiuskipti skapast gótt tækifæri til málörvunar þar sem oft er um að ræða maður á mann samskipti. Það er kjörið að nýta þennan tíma til að fara með vísur eða þulur ásamt því að spjalla um daginn og veginn. Eldri börn eru hvött til sjálfstæðis en fá aðstoð eftir þörfum.

Í salernisferðum fá börnin tækifæri til að

  • efla samvinnu og samskipti með fullorðnum

  • öðlast sjálfstæði og efla sjálfsbjörg

  • fræðast um hreinlæti

  • öðlast traust til starfsfólks leikskólans

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • hvetji börn til að spreyta sig og efla eigin sjálfsbjörg

Fataklefi

Í fataklefa skapast oft tækifæri til málörvunar. Starfsfólk leikskóla er oft að hjálpa börnum einstaklingslega og mikilvægt að nýta tímann til skrafs um fatnað og veðurfar. Einnig er mikilvægt að ýta undir sjálfstæði og sjálfsbjörg barnanna þegar kemur að að klæða sig.

Í fataklefa fá börnin tækifæri til að

  • efla samvinnu og samskipti með fullorðnum

  • öðlast sjálfstæði og efla sjálfsbjörg

  • læra orðaforða og fræðast um veðurfar

  • öðlast traust til starfsfólks leikskólans

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • hvetji börn til að spreyta sig og efla eigin sjálfsbjörg

Samverustundir

Samverustundir eru mjög mikilvægar þegar kemur að félags- og málþroska barna. Þar læra þau að skiptast á, hlusta á aðra og skipuleggja eigin frásögn. Stundirnar eiga að ýta undir einbeitingu og úthald. Efni þeirra er miðað við aldur og þroska barnanna en ýmiss fræðsla og skemmtun fer þar fram eins og lestur, söngur, sögur, heiti vikudaganna, leikir ásamt umræðu um daginn og veginn. Samverustundir eru minnst einu sinni á dag. Leitast er við að hafa hópana fámenna til að öll börnin fái tækifæri til að taka þátt. Samverustundir eiga að vera notalegar og ýta undir slökun hjá börnunum

Samverustundir hafa ákveðið upphaf og endi. Í byrjun er farið yfir Bínureglur til að minna á viðeigandi boðskipti og börnunum sýnt sjónrænt skipulag yfir það sem verður gert í stundinni. Verkefnin eru fjölbreytt t.d. bóklestur, söngur, ýmsir leikir. Í lok stundarinnar er rifjað upp hvað var gert og þakkað fyrir stundina.

Í samverustundum fá börnin tækifæri til að

  • efla samvinnu og samskipti með fullorðnum

  • efla úthald og einbeitingu

  • hlusta og spjalla í minni hópum

  • hlusta á aðra og skipuleggja eigin frásögn og tjá sig um eigin reynslu

  • taka tillit til annarra

  • læra orðaforða og fræðast um allt milli himins og jarðar

  • öðlast traust til starfsfólks leikskólans

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • hvetji börn til að segja frá

  • kenni börnunum viðeigandi boðskipti

Byggt á efni leikskólans Eyrarvalla og birt með góðfúslegu leyfi þeirra

Hópastarf

Í leikskólanum er lögð áherslu á að hópastarf fari fram í litlum hópum með hópstjóra. Hópastarf hefur alltaf ákveðið upphaf og endi líkt og samverustundir. Í byrjun er farið yfir Bínureglur til að minna á viðeigandi boðskipti og börnunum sýnt sjónrænt skipulag yfir það sem verður gert í tímanum og í lokin er rifjað upp það sem gert var og þakkað fyrir stundina. Í hópastarfi eru unnin fjölbreytt verkefni sem henta aldri og þroska barnanna. Þar sem Íþróttahúsið er innangengt úr leikskólanum hefur Mánaland aðgang að því til viðbótar þremur föstum tímum á viku. Íþróttakennara tekur alla nemendur tvisvar í viku í skipulagða íþróttatíma. Hann leggur mikið upp úr að þjálfa hreyfigetu nemenda í gegnum leik og tengja við starf leiksskólans og þemu. Í hópastarfi leitast starfsfólk við að nýta hugmyndaflugið og sköpunarhæfni til hins ýtrasta og að börnin fái að gera sem mest sjálf, en það fer eftir aldri og þroska. Oft er unnið út frá ákveðnu þema í hópastarfi ekki endilega í formi föndurs heldur einnig út frá spjalli, bókum, tónlist, leik og fleira. Í hópastarfi hitta börnin kennara frá Tónskóla Mýrdalshrepps, fara í íþróttatíma, vinna með málörvunarefnið Lubbi finnur málbein sem og annað fjölbreytt málörvunarefni, kynnast vináttuverkefninu Blæ, vinna með sköpun og myndlist og fara í útikennslu

Eldri nemendur fá meira krefjandi verkefni sem reynir á athygli og einbeitingu.

Yngri nemendur fá fleiri verkefni sem reynir á fín-og grófhreyfingar s.s. púsla, leiki sem kennir liti og fjölda.

Í hópastarfi fá börnin tækifæri til að

  • efla samvinnu og samskipti með börnum og fullorðnum

  • efla úthald og einbeitingu

  • hlusta og spjalla í minni hópum

  • hlusta á aðra og skipuleggja eigin frásögn og tjá sig um eigin reynslu

  • læra að skiptast á og vinna saman

  • taka tillit til annarra

  • læri að alla skoðanir og hugmyndir eru mikilvægar

  • læra orðaforða og fræðast um allt milli himins og jarðar

  • öðlast traust til annarra barna sem og starfsfólks leikskólans

Reiknað er með að starfsfólk

  • noti Tákn með tali með börnunum, hugmyndir að tákunum á sjá hér að ofan

  • hvetji börn til að segja frá

  • kenni börnunum viðeigandi boðskipti

  • styrki einstaklingana í hópnum

  • grípi áhuga barnanna og tengi við verkefni tímans


GLEÐI - JÁKVÆÐNI - VINÁTTA