Málörvun í daglegu starfi

Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta en með því tjá þeir hugsanir sínar, tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Í frumbernsku er lagður grunnur að málþroska barnsins og því ber að leggja áherslu á málrækt í leikskóla. Hvetja þarf börn til að fær rök fyrir máli sínu, spyrja, segja frá og hlusta með athygli og spyrja þau opinna spurninga. Mikilvægt er að kennarar séu góðar málfyrirmyndir og tali gott íslenskt mál.

Lögð er áhersla á:

Að börnin læri að tala vandað íslenskt mál

Að efla málþroska og auka orðaforða

Að leggja grunn að lestrarnámi

Að börnin tjái hugsanir sínar og tilfinningar

Að börnin læri að færa rök fyrir máli sínu

Að bera virðingu fyrir móðurmálinu

Að hlusta á aðra, bæði börn og kennarar

Að börnin hlusti á gott mál

Að vanda val á bókum

Að kenna þulur

Að setja orð á athafnir

Að koma fram og tjá sig fyrir framan aðra

Að ræða við börnin í leik og starfi.

Byggt á efni frá leikskólanum Eyrarvöllum

Efnisyfirlit

GLEÐI - JÁKVÆÐNI - VINÁTTA