Fræðileg umfjöllun

Öll börn eiga rétt á að fá kennslu við hæfi. Samstarf foreldra og starfsfólks leikskólans leggur grunn að undirbúningi fyrir börn til að takast á við allt nám. Snemmtæk íhlutun felur í sér að brugðist er við um leið og rökstuddur grunur vaknar um málþroskafrávik eða frávik í undirstöðuþáttum fyrir læsi ungra barna. Skráning og mat á árangri er mikilvægt til að byggja upp markvissa kennslu sem skilar árangri. Áhersla er á að efla málþroska og læsi ungra barna með markvissri málörvun í daglegu starfi í leikskólanum og leitast við að draga úr mögulegum erfiðleikum barna síðar á lífsleiðinni. Sérstök áhersla er lögð á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum, sem að rannsóknir og sérfræðiþekking hafa sýnt að skila árangri.

Efnisyfirlit

GLEÐI - JÁKVÆÐNI - VINÁTTA