Unglingaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á mið- og unglingastigi.
Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast nemendahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.
Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræði verkefnisins og fyrsti fundur lagður inn.
Í framhaldi af námskeiðinu munu þátttakendur leggja inn fyrsta fund með nemendahópnum sínum. Námskeiðshaldari mun svo hitta þátttakendur reglulega í vetur, leggja inn tvo fundi í hvert skipti og veita ráðgjöf og stuðning.
Kennari: Sigríður Ingadóttir
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur:
Ávinningur skóla – nemenda – foreldra:
Fyrirkomulag:
Verkefnið samanstendur af 10 spjallfundum og er hvert spjall 40 mínútna langt. Námskeiðið er þannig uppbyggt að 15 fundir fylgja námskeiðinu og getur hver kennari sett saman það námskeið sem hentar hópnum hverju sinni.
Verkefnið getur hentað fyrir kynjaskipta hópa og blandaða hópa.