Menning og náttúra

Samþætting námsgreina

Menning og náttúra eru samofnar heildir. Í þessu námskeiði verður leitast við að skoða hvernig maðurinn byggir og nýtir jörðina. Við munum skoða hvaða kennsluaðferðir henta best þegar unnið er með samfélagsgreinar á ólíkum skólastigum og hvernig þær styðja við marga af grunnþáttum menntunar í Aðalnámskrá. Við fjöllum um auðlindir, lifnaðarhætti, búsetu o.fl. auk þess sem við skoðum hvernig hægt er að hátta verkefnavinnu í samfélagsgreinum.

Kennari: Brynhildur Bjarnadóttir