Náttúruvísindi

Fjallað verður um eitt og annað sem snýr að náttúruvísindamenntun í grunnskólum. Við skoðum nærumhverfið, fjöllum um útikennslu og sjálfbærni og hvernig við getum samþætt náttúruvísindagreinar við aðrar námsgreinar. Fjallað verður um hringrásir, loftslagsbreytingar, mikilvægi jarðvegs og ýmis önnur umhverfismál sem eru ofarlega á baugi í dag.

Markmiðið er að opna augu starfandi kennara fyrir þeim fjölmörgu tækifærum sem náttúruvísindakennsla býður upp á í samfélagi nútímans. Unnið verður bæði úti og inni, eftir því sem aðstæður leyfa.

Kennari: Brynhildur Bjarnadóttir