Námskeiðið er ætlað kennurum sem vilja stíga fyrstu skrefin í að nýta sér tækni í námi og kennslu. Farið verður í grunnþætti Google kerfisins, sem margir skólar eru að nota í dag, og í þau forrit sem mest eru notuð í kennslu innan kerfisins.
Námskeiðið samanstendur af stuttum innlögnum og verklegum æfingum þar sem leitast er við að fara í efni sem nýtist kennurum í skólastofunni, í samskiptum og í eigin skipulagi.
Möguleiki er fyrir þátttakendur að velja sér efnisþætti og koma og fara eftir hentugleika.
Þátttakendur geta komið með eigin tölvu en að öðrum kosti er hægt að fá lánaða Chromebook á staðnum.
Farið verður í: Docs, Drive, Slides, Forms, Sites og Gmail.
Framhaldsnámskeið er í boði eftir hádegi.