Að efla sig í starfi

Námskeiðið tekur á ólíkum leiðum til að efla sig í starfi.

Sigrún nefnir erindi sitt Starfstengd streita og bjargráð. Hún fjallar um forvarnir, um það hvað veldur streitu, hvernig hún birtist, um streitustjórnun, sjálfsþekkingu, HAM og önnur bjargráð.

Sigríður kallar erindi sitt Hafðu áhrif á eigið líf! Í því fjallar hún um það hvernig við getum haft áhrif á líf okkar, hvernig við getum eflt farsæld og vellíðan í starfi til að auka meðvitund um eigið ágæti og möguleika og hvernig við sækjum hvatningu til að vinna að því.

Sonja Sif kallar erindi sitt Allt að vinna, engu að tapa. Hún fallar um mataræði, hreyfingu og jákvæða hugsun, þar sem hún beinir sjónum að okkar eigin ábyrgð á eigin heilsu, venjum, lífsstílsbreytingum, matarræði, hreyfingu og hugarfari.

Vilhjálmur kallar erindi sitt Sköpunar-krafta-verk(ir) og fjallar hann um hvernig við getum nýtt sköpunarkraftinn til að vinna okkur úr erfiðum aðstæðum og styrkja okkur í starfi. Hann skoðar hvernig listsköpun af ýmsu tagi getur verið eflandi og aukið yfirsýn. Leiðarstefin eru að vinnan verði skapandi og skemmtileg.

Kennarar: Sigrún Heimisdóttir sálfræðingur, Sigríður Ólafsdóttir markþjálfi, Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttakennari og Vilhjálmur B. Bergmann listamaður.