Faglegt samstarf er eitt af megineinkennum lærdómssamfélags. Þegar vel tekst til getur náið og markvisst samstarf í teymum reynst farsæl leið til að efla fagmennsku í daglegu skólastarfi í þágu nemenda. Á námskeiðinu verður fjallað um áherslur og vinnubrögð í teymum og þá þætti sem þurfa að vera til staðar í árangursríku og gefandi samstarfi.
Námskeiðið samanstendur af fróðleik, samræðu og stuttum verkefnum.
Kennari: Laufey Petrea Magnúsdóttir