Forysta kennara

Námskeiðið er ætlað bæði kennurum og stjórnendum í skólum.

Farið er í það hvernig forysta kennara birtist í skólastarfi og hvaða gildi hún hefur fyrir skólastarf. Þá er fjallað um hvernig má efla og styðja við forystu þeirra og hvaða aðstæður í skólasamfélaginu ýta undir þróun slíkrar forystu. Ennfremur verður litið til þess hvernig kennarar sjálfir geta eflt forystu sína.

Á námskeiðinu verður leitast við að tengja viðfangsefnið við raunverulegar aðstæður kennara og þeirra sem námskeiðið sitja.

Kennari: Sigríður Margrét Sigurðardóttir