Krakkaspjall

Krakkaspjall

Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Krakkaspjall samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.

Á námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verkefnisins og fyrsti fundur lagður inn. Í framhaldi af námskeiðinu munu þátttakendur leggja inn fyrsta fund með nemendahópnum sínum. Námskeiðshaldari mun svo hitta þátttakendur reglulega í vetur, leggja inn tvo fundi í hvert skipti og veita ráðgjöf og stuðning.

Kennari: Sigríður Ingadóttir

Markmið Krakkaspjalls

Að loknu námskeiði hafa:


Þátttakendur:

  • öðlast þekkingu á fræðilegum grunni verkefnisins
  • öðlast leikni til þess að leiða nemendahóp í gegnum verkefnið
  • fengið verkfæri sem nýtist þeim í samræðu- og samskiptavinnu með nemendum


Nemendur:

  • öðlast leikni í tjáningu og miðlun
  • haft tækifæri til þess að beita skapandi og gagnrýnni hugsun
  • haft tækifæri til þess að efla sjálfstæði sitt og samvinnu
  • fengið tækifæri til þess að nýta miðla og upplýsingar
  • eflt sjálfmynd sína


Foreldrar:

  • fengið tækifæri til þess að fylgjast með viðfangsefnum sem tekin voru fyrir og rædd heima með barninu.


Ávinningur skóla:

  • samræðu- og samskiptahæfni nemenda styrkist sem eflir þá í námi og leik
  • verkefnið styður vel við lykilhæfni Aðalnámskrár grunnskóla