Róbótaforritun

Róbótaforritun

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að nota forritun á skapandi hátt í skólastarfi og tengja verkefnin námskránni. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa mismunandi róbóta og læra að forrita þá til ýmissa verka. Róbótarnir sem kynntir verða eru Sphero (Sphero mini, Sphero sprk+ og Sphero Bolt), Dash og Dot og Ozobot.

Námskeiðið hentar vel fyrir kennara sem eru að stíga fyrstu skrefin í forritun.