Námskeiðið er ætlað kennurum sem vilja stíga fyrstu skrefin í að nýta sér tækni í námi og kennslu. Farið verður í grunnþætti Google kerfisins, sem margir skólar eru að nota í dag, og í þau forrit sem mest eru notuð í námi og kennslu innan kerfisins.
Námskeiðið samanstendur af stuttum innlögnum og verklegum æfingum þar sem leitast er við að fara í efni sem nýtist kennurum í skólastofunni, í samskiptum og í eigin skipulagi.
Þátttakendur geta komið með eigin tölvu en að öðrum kosti er hægt að fá lánaða Chromebook á staðnum.
Farið verður í Classroom og námsmat, Doctopus og viðbætur, Drawings, Keep, Calender, Sheets o.fl.