Þegar nemendur eru komnir í 7. bekk er farið í námsefni sem miðar að því að nemendur geri sér grein fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Nemendur eiga sér fyrirmyndir af ýmsum toga og í tengslum við það er vakin athygli á því hvernig markaðssetning og framsetning efnis getur haft áhrif á líðan og skapað óþarfa áhyggjur í raunheimi. Nemendur fá tækifæri til samræðu um kosti og ókosti netheima í samanburði við raunheima. Fjallað er um hættuna á því að ójafnvægi geti myndast í einkalífi þegar kemur að netnotkun sem þróast jafnvel í það sem kallast netávani og þeim kynnt til hvaða ráða er hægt að grípa ef þau lenda í vandræðum. Stuðningsefni í formi veggspjalds er kynnt fyrir nemendum til sem styður þau í að vega og meta traustar og áreiðanlegar vefsíður. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til samræðu um viðfangsefnið.
Í 7. bekk er eins og í öllum öðrum árgöngum mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkun í skólastofunni.
Lykilspurning: Hvaða leið ferð þú til að finna jafnvægi í fjölmiðlanotkun?
Lykilspurning: Hvernig geta stafræn fótspor breytt framtíð okkar?
Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir hvernig „fræga fólkið” nýtir sér samfélagsmiðla og í hvaða tilgangi.
Markmið með þessu verkefni er að nemendur kynni sér hvaða öpp eru algengust í nemendahópnum og velti fyrir sér hvort hægt sé að vera með of mörg öpp í spjaldtölvu, eða hvort öll öpp séu jafn æskileg.
Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir því að sumir geta lent í vandræðum með net- og tölvunotkun sína og að nemendur velti fyrir sér til hvaða úrræða sé hægt að grípa ef einhver lendir í vandræðum.
Lykilspurning: Hvernig hafa samfélagsmiðlar áhrif á sambönd okkar?
Að vera virkur á samfélagsmiðlum, getur þýtt að tengjast vinum, deila myndum með þeim og bara að vera með á nótunum fyrir flesta nemendur grunnskólans. En það getur líka haft truflandi áhrif, félagslegan þrýsting og fleira. Hjálpaðu nemendum að kanna þessar margvíslegu tilfinningar sem þeir gætu nú þegar verið að upplifa á samfélagsmiðlum.
Í lok kennslustundar geta nemendur:
Bent á hlutverk samfélagsmiðla í daglegu lífi þeirra.
Hugleitt og bent á jákvæðu og neikvæðu áhrifin sem notkun samfélagsmiðla hefur á þeirra sambönd.
Þekkt "viðvörunarbjöllur" (e."red flag feelings") þegar þeir nota samfélagsmiðla, og íhugað leiðir til að bregðast við.
Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir kostum og göllum samfélagsmiðla og átti sig á aldurstakmörkunum sem þar gilda.
Lykilspurning: Hvernig getur þú brugðist við ef þú upplifir (eða verður vitni að) neteinelti?
Að grípa til aðgerða gegn neteinelti - Kári og Júlíus - Verkefnablað
Að grípa til aðgerða gegn neteinelti - Kári og Júlíus - Lausnir
Lykilspurning: Hvaða rétt hefur þú til að taka það sem þú finnur á netinu til eigin nota?
Markmið með þessu verkefni er að nemendur átti sig á því að vefsíður eru af ýmsum toga og þjóna mismunandi tilgangi. Nemendur fá þjálfun í að leggja mat á upplýsingar sem finna má á netinu.