Í 8. bekk er lögð áhersla á vitund nemenda um kynheilbrigði og hátterni í samskiptum sínum við aðra einstaklinga. Auk þess er nemendum hjálpað að greina áreiðanleika ólíkra miðla með ákveðnum verkfærum sem hjálpa þeim að greina kosta þeirra og galla og verða þannig læsir á þá. Nemendur læra einnig að þekkja áhrif miðla á einkalíf og umhverfi. Mælst er til að áhrif fréttamiðla sé einnig sérstaklega rædd í 8. bekk og hvað einkennir fréttamiðla frá öðrum miðlum. Nemendur fá einnig verkfæri til að greina falsfréttir og læra að þekkja einkenni þeirra og möguleg áhrif á líf fólks.
Líkt og á fyrri aldursstigum er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkuní skólastofunni og hengja upp í heimastofu nemenda og deila honum með öllum kennurum árgangsins.
Lykilspurning: Hvernig reyna stafrænir miðlar að veiða þig, og hvað getur þú gert í því?
Stafrænir miðlar og heilinn þinn - Uppbyggilegt eða ekki? Verkefnablað
Stafrænir miðlar og heilinn þinn - Uppbyggilegt eða ekki? - lausnir
Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir kostum og göllum samfélagsmiðla og átti sig á aldurstakmörkunum sem þar gilda.
Lykilspurning: Hvernig reyna stafrænir miðlar að veiða þig, og hvað getur þú gert í því?
Verið meðvituð um hverju þið deilið - verkefnablað
Verið meðvituð um hverju þið deilið - lausnir
Lykilspurning: Hvernig stafræn fótspor verða til þegar við notum samfélagsmiðla?
Persónuvernd hefur gefið út leiðbeiningar fyrir unglinga til umhugsunar.
Nemendum er gerð grein fyrir því að þau ráða sjálf hverju þau vilja deila með öðrum.
Kynntar eru þær reglur sem gilda um það hvernig annað fólk má nota persónuupplýsingarnar þeirra og hvernig nemandinn má nota persónuupplýsingar annarra.
Lykilspurning: Hverjar eru áhætturnar og afleiðingar við að senda sextaskilaboð?
Skilaboð seint að kvöldi - verkefnablað
Skilaboð seint að kvöldi - verkefnablað - lausnir
Kynheilbrigði varðar bæði kynlífs- og frjósemisheilbrigði einstaklinga. Í fyrstu hafa foreldrar mest að segja í því að móta jákvæða sjálfsmynd á þessu sviði, en síðan fara vinir/jafnaldrar, skólinn og ekki síst fjölmiðlar og markaðsöfl að skipta meiri máli.
Ýmsar bjargir fyrir kennara til að ræða og vinna með samskipti unglinga frá ólíkum sjónarhornum.
Lykilspurning: Hvernig er hægt að bregðast við hatursorðræðu á Netinu?
Særandi mím - verkefnablað - lausnir
Fjölmiðlanefndir á Norðurlöndunum og í öðrum ríkjum álfunnar hafa með reglubundnum hætti kannað hvernig börn og ungmenni nota fjölmiðla og samfélagsmiðla. Með því að gera reglubundnar kannanir og vinna úr þeim tölfræðilegu gögnum sem safnað er má fylgjast með þeim breytingum sem verða á notkun. Á grundvelli upplýsinganna er hægt að eiga samtal um ólíka notkun, gefa góð ráð og búa til fræðsluefni fyrir ólíka aldurshópa.
Lykilspurning: Hvernig ættum við að bregðast við nýrri frétt?
Nýjustu fréttir! - Hjólabrettagarðar - verkefnablað
Nýjustu fréttir! - Hjólabrettagarðar - verkefnablað - lausnir
Nýjustu fréttir! - Tónleikum aflýst? - verkefnablað
Nýjustu fréttir! - Tónleikum aflýst? - verkefnablað - lausnir
Það er erfitt að flýja allar þær tilkynningar sem berast okkur, hvort sem það eru samfélagsmiðla tilkynningar í símanum okkar eða fréttir á Netinu eða í sjónvarpi. En skilja börn og unglingar í raun og veru það sem þau sjá þegar fréttir bresta á? Hjálpaðu nemendum að greina fréttaflutning með gagnrýnu auga með þeim tilgangi að sjá hvort um falsfréttir sé að ræða eða ófullnægjandi upplýsingar. Ræðið einnig gallana við það að við séum stanslaust að fá fréttir beint í æð, en nú á tímum er menningin orðin þannig.
Í lok kennslustundar munu nemendur geta:
Skilgreint helstu fréttir, og skilið af hverju einstaklingar og fréttamiðlar vilja vera fyrstir til að birta frétt.
Greint helstu fréttatilkynningar til að geta þekkt vísbendingar um falsfréttir eða ófullnægjandi fréttaflutning.
Hugleitt afleiðingarnar við því þegar strax er brugðist við áríðandi fréttatilkynningum.
„Falsfréttir“ er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Stundum er líka mikilvægum upplýsingum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu.
Oft er röngum og misvísandi upplýsingum dreift af ásetningi. Tilgangurinn getur verið að græða peninga, svindla á þér, hafa áhrif á pólitískar skoðanir þínar eða skapa ósætti í samfélaginu.
Svona geta nemendur þekkt falsfréttir
Hér er kennsluhugmyndir í tengslum við falskar fréttir.
Kvikmyndir eru í senn margslungin myndverk og fjölbreytileg sagnalist. Hæfni til að lesa og greina kvikmynd skiptir sköpum í hinni myndrænu menningu samtímans. Spurningarnar í þessum bæklingi má nota til að greina kvikmynd eða til þess að fræðast um grundvallaratriði í myndlæsi.
Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands má finna fleiri verkefni í þessum dúr.
Menntasvið Kópavogsbæjar er í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands um þróun á kennslu í kvikmyndalæsi. Samstarfsverkefnið er enn í mótun en áherslan mun í fyrstu vera á samstarf við 8. bekk. Hugmyndin er að tengja samstarfsverkefnið við námsefni í stafrænni borgaravitund.