Sjálfstæði er lykilfærni sem við hvetjum til að sé þjálfuð á þessu aldursstigi. Kennarinn komi upp ákveðinni umgengnisvenjum um spjaldtölvur meðal nemenda í skólastofunni. Sett verði upp kerfi og verklag til að stýra notkuninni, hjálpa nemendum að skilja væntingar okkar til umgengninnar og hvetja þau til sjálfstæðra vinnubragða.
Þessi vinna tekur tíma og það þarf að gera ráð fyrir henni í kennslustundum þar sem nota á spjaldtölvur. Hún er auk þess nauðsynleg kennsla til að þróa sjálfstæð vinnubrögð nemenda í öllu námi og öllum námsgreinum.
Í kaflanum "Fyrir alla árganga" má finna helstu undirstöðuatriði stafrænnar kennslu á þessu aldursstigi. Þau eiga líka við um alla tölvunotkun og er sett upp í tvö “námskeið” eða lotur. Sniðugt er að fara í gegnum slíka lotu í byrjun hvers skólaárs á þessu aldursstigi. Verkefnin má aðlaga að hverjum bekk og aðstæðum hverju sinni. Rifjið upp og endurtakið kennsluna þar til nemendur hafa tileinkað sér innihaldið og sé þeim orðið eðlislægt í umgengni við tæknina.
Þegar þessar lotur eru kenndar þarf að muna að:
Setja verkefnin í samhengi við námsefni/námsgreinar eða lotur þannig að bekkurinn upplifi samhengi á milli náms og tækni.
Velja öpp sem hægt er nota í fleiri en einum tilgangi. Teikniforrit til að teikna hugsanir þeirra, svara spurningum, deila stærðfræðisýnikennslu, teikna og segja frá í leiðinni, útskýra myndir með texta, sögugerð. Slík forrit þarf að kynna og kenna á snemma skólagöngunnar og viðhalda þekkingunni.
Gera bekkjarsáttmála árlega með nemendum (tryggja eignarhald). Hengið sáttmálann upp á veggspjald í stofunni sem auðvelt er að vísa í.
Lykilspurning: Hvers vegna er það mikilvægt að taka eftir því hvernig okkur líður þegar við notum tækni?
Hvernig lætur tæknin okkur líða? - verkefnablað
Lykilspurning: Hvernig pössum við upp á öryggi þegar við heimsækjum vefsíður eða öpp?
Umferðarljósin á netinu - verkefnablað
Lestrarbókin Hrekklaus fer á netið er ætluð börnum í efsta árgangi leikskóla og í fyrsta bekk grunnskóla. Bókin er hluti af þriggja bóka flokki og er útgefin af Saft og Heimili og skóla.
Tilgangur með lestrarbókunum er að kynna netið fyrir yngstu lestrarhópunum. Jafnframt er bókunum ætlað að vera leið fyrir foreldra og starfsfólk í leik- og grunnskólum til að fræða börn á einfaldan hátt um jákvæða og örugga netnotkun. Aftast í hverri bók eru leiðbeiningar fyrir foreldra/kennara um atriði sem varða netöryggi barna og hvernig nálgast megi umræðuna við börn um netið og góða netsiði. Upplagt er að láta þessi heilræði fylgja með í vikupósti til foreldra eftir að efni bókarinnar hefur verið rætt í skólanum.
Ykkur er boðið að slást í för með vinalega og klára tölvuhundinum Emblu og fjölskyldu hennar í ævintýraferð. Embla, Freyja “systir” hennar og afi þeirra og amma fara í gönguferð í fjölskyldugarðinn. Á leiðinni verða þau að yfirstíga nokkrar hindranir en með því að nota 1-2-3 regluna komast þau á áfangastað. Notast er við samlíkingar um umferðaröryggi og ábyrgð á gæludýrum.
Foreldrabréf er sent í pósti til foreldra eftir að fræðsla hefur farið fram.
Fyrsta stig kennslu í netöryggi fyrir unga nemendur er að kenna þeim 1, 2, 3 regluna. Reglan er eins konar umferðaregla á netinu. Glæra til að nota við innlögn og upprifjun. Hægt er að setja glæruna upp sem veggspjald.
Punktar fyrir umræður með nemendum um netöryggi.
Umferðarljós - til að lita.
Umferðarljós - mynd sem má nýta í spjaldtölvur. Nemendur teikna það sem þau sjá á netinu þegar þarf að hugsa um rautt, þegar það er gult og þegar það er grænt. Samtals 3 blaðsíður unnar. Skjalið mætti hlaða niður í spjaldtölvu t.d. í Seesaw eða Books til að vinna með það þar.