5. bekkur

Í 5. bekk er lögð áhersla á ábyrga netnotkun og netöryggi

Í 5. bekk hefst undirbúningur þess að spjaldtölva fari heim með nemendum til notkunar í rafrænu námi. Áður en spjaldtölvan fer heim með nemendum í fyrsta sinn er mikilvægt að búið sé að fara yfir ákveðna grunnþætti. Með því að nota spjaldtölvu í námi fær nemandinn ýmis konar stafræn verkfæri sem getur aukið val hans um það hvernig hann vinnur verkefni. Með þessu nýja fjölþætta námsgagni verður námið fjölbreyttara og nemandinn fær tækifæri til að læra á þann hátt sem hentar honum best. Stafrænu námsgagni fylgir sú ábyrgð að kenna nemendum að umgangast tæknina á viðeigandi hátt og læra að þekkja hvað er viðeigandi í stafrænni notkun. Það er verkefni bæði heimilis og skóla því tæknin er alls staðar. Tæknin hefur að auki  skemmtana- og afþreyingargildi sem getur haft áhrif á tilfinningar og líðan nemenda. Heilbrigður lífsstíll og jafnvægi í stafrænni notkun er mælst til að sé áberandi í umræðu með nemendum í 5. bekk. Í val

Eins og í öllum árgöngum er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkun í skólastofunni.

Undirbúningur áður en spjaldtölvan fer heim

Það sem þarf að gera með nemendum og foreldrum

Hvenær fara spjöldin heim með nemendum?

Þetta vinnulag hefur þróast í þá átt að kennarar í 5. bekk er í sjálfsvald sett hvenær spjaldtölvurnar fara heim með nemendum og helst það þá í hendur við þau verkefni sem lögð eru fyrir nemendur að vinna heima. Einhverjir kennarar byrja af fullum krafti að nýta þennan möguleika á meðan aðrir gefa sér lengri tíma til að aðlaga snjalltækin að kennsluháttum og sjálfstæðu námi/heimanámi nemenda. Ofangreindri þjálfun og afhending spjaldtölva til rafræns náms ætti þó ekki að draga á langinn, sérstaklega ekki eftir kynni okkar á möguleikum tækninnar á tímum heimsfaraldar.

Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan

Ég finn jafnvægi í netnotkun

Lykilspurning: Hvað þýðir jafnvægi í netnotkun fyrir mig?

Glærur

Vinnublöð

Friðhelgi og öryggi

Þú munt ekki trúa þessu

Lykilspurning: Hvað er Smellsuga eða Smellibeita (e.clickbait) og hvernig er hægt að forðast þær?

Glærur

Vinnublöð

Stafrænt fótspor og auðkenni

Út fyrir staðalímynd kynjanna

Lykilspurning: Hvernig móta staðalímyndir kynjanna okkar á netinu? 

Glærur

Vinnublað

Sambönd og samskipti

Vinátta á netinu

Lykilspurning: Hvernig vitum við hvort vinátta á netinu er örugg?

Glærur

Vinnublað

Vinátta á netinu

Verkefni um vináttu Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir því að einn af mögulegum fylgifiskum tæknivæðingar er aukin félagsleg einangrun og að nemendur velti fyrir sér mikilvægi þess að eiga í vináttusamböndum.

Neteinelti, stafræn vanlíðan og hatursorðræða

Er þetta neteinelti?

Lykilspurning: Hvað er neteinelti og hvað getur þú gert til að stöðva það?

Glærur

Vinnublað

Frétta- og miðlalæsi

Lesum fréttir á netinu

Lykilspurning: Hvað er mikilvægast að skoða í frétt á Netinu?

Glærur

Vinnublöð