Í 6. bekk er áfram unnið með viðfangsefni sem tengjast heilbrigðum lífsstíl og jafnvægi í daglegu lífi. Nemendur fá jafnframt verkefni um mögulegar hættur á Netinu og þau eru látin velta fyrir sér hversu skynsamlegt eða óskynsamlegt það er að vera með fleiri en eina útgáfu af sjálfum sér í netheimum. Farið er yfir það hvernig má stjórna netsamskiptum í öruggan farveg og vakin athygli á hatursorðræðu og netofbeldi. Nemendur eru fengnir til að greina eigin hegðun og meta hvort hún er í lagi. Að lokum er nemendum kennt að greina ólíka fréttamiðla með gátlista sér til stuðnings.
Eins og í öllum árgöngum er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkun í skólastofunni.
Lykilspurning: Hvernig finnum við jafnvægi á notkun okkar í stafrænum heimi?
Finnum jafnvægi í stafrænum heimi
Finnum jafnvægi í stafrænum heimi - lausnir
Markmið með þessu verkefni er
• Að nemendur geri sér grein fyrir því að einn af mögulegum fylgifiskum tæknivæðingar er aukin félagsleg einangrun
• Að nemendur velti fyrir sér mikilvægi þess að eiga í vináttusamböndum
• Að nemendur efli samvinnufærni og setji fram hugleiðingar sínar á skapandi hátt
• Að nemendur séu í stakk búnir til að ræða við foreldra um þessi mál
Lykilspurning: Hverjir eru kostir og gallar þess að vera með mismunandi útgáfur af sjálfum sér á netinu?
Lykilspurning: Hvernig áttu öruggar samræður við einhverja sem þú hittir á netinu?
Lykilspurning: Hvernig getum við minnkað líkurnar á að stafræn átök, eða „digital drama“ fari úr böndunum?
Lykilspurning: Hvernig finnum við áreiðanlegar upplýsingar á internetinu?
Frétt eða fölsk frétt? Vinnublað