Í 10. bekk er gert ráð fyrir að nemendur hafi farið í gegnum velflest þau verkefni sem þessi vefur hefur að geyma. Farið er þó sérstaklega í áhrif samfélagsmiðla á líðan nemenda og dregin fram góð ráð um öryggi, hegðun og læsi á stafrænt efni. Farið er yfir það með nemendum hvernig þau geta varið sitt einkalíf og hvernig hegðun einstaklinga á netinu getur skipt máli fyrir atvinnuleit og einkalíf. Nemendur vinna með kannanir sem gerðar hafa verið á netnotkun ungmenna og vinna verkefni og kynningar þeim tengdum og miðla til annarra.
Líkt og alla skólagönguna er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkun í skólastofunni og hengja upp í heimastofu nemenda og deila honum með öllum kennurum árgangsins.
Lykilspurning: Hvaða áhrif hefur samfélagsmiðlanotkun þín á hvernig þér líður?
Ræðum: Einn, tveir, allir - Sjónarhorn á netnotkun og samfélgsmiðla - verkefnablað
Ræðum: Einn, tveir, allir - Sjónarhorn á netnotkun og samfélgsmiðla - verkefnablað - lausnir
Íslenska fyrirtækið NewGenApps sérhæfir sig í upplýsingatæknilausnum og er leiðandi í nútímatækni. Á vefsíðu þeirra hafa þeir tekið saman í dagbókarskrifum 7 stafræn ráð um öryggi sem þú getur ekki hunsað árið 2021.
Ráðin sjö mætti nýta í umræðum með nemendum og einnig mætti leggja fyrir þau verkefni þar sem þau eiga að túlka þessi 7 stafrænu ráð á skapandi hátt til miðlunar í skólasamfélaginu.
Lykilspurning: Hvernig getum við brugðist við hatursorðræðu og útlendingahatri á Netinu?
Netið og öfgahyggja - verkefnablað
Netið og öfgahyggja - verkefnablað - lausnir
Könnun fjölmiðlanefndar um fjölmiðla- og netnotkun og færni almennings má nýta í verkefni með nemendum á þessu aldursstigi. Svarendur eru alls staðar að af landinu og við bendum sérstaklega á niðurstöður úrtaks ungmenna á aldrinum 15 - 17 ára. Spurningakönnunin er mjög víðtæk og er birt í 4 hlutum.
Vinna mætti með hvern flokk fyrir sig og skapa umræður, en flokkarnir eru:
Markmið með þessu verkefni er:
• Að nemendur skilji að list er ein leið til tjáningar og það eðlislæg leið.
• Að nemendur kynnist pólitískri hugsun í listum.
• Að nemendur þori að setji fram persónulega sýn á tiltekin málefni í gegnum list.
• Að nemendur þroski með sér hugsun sem byggir á stafrænni borgaravitund, jafnrétti, tillitssemi við náungann og skilningi á aðstæðum annarra.
• Að allir kennarar skilji að tjáning í gegnum list skiptir máli.
• Að vinna verkefni þvert á námsgreinar (t.d. myndmennt, lífsleikni og samfélagsfræði).
Markmið með þessu verkefni er að nemendur velti fyrir sér kostum og göllum athugasemdakerfa og þekki leiðir til að gera athugasemdakerfin jákvæðari og uppbyggilegri.