4. bekkur

Í 4. bekk er lögð áhersla á Samskipti og læsi Á miðla

Í 4. bekk er lögð áhersla á að ræða við nemendur um rafræn samskipti og góðar samskiptavenjur. Um leið eru augu nemenda opnuð fyrir miður góðum samskiptavenjum og hvernig þeir geta brugðist við slíkum skilaboðum. Nemendur fá kynningu á einstökum verkfærum þar sem hægt er að þjálfa uppbyggjandi samskipti svo sem sameiginleg skjöl í Google og þeim samskiptamöguleikum sem Google hefur upp á að bjóða, Seesaw þar sem hægt er að þjálfa hvernig við bregðumst við efni frá öðrum með því að nota "like" og "comment" en auk þess er farið í táknmál og tilfinningar lyndistákna "emoji". Finna má efni um emoji í kaflanum Fyrir alla árganga. Book Creator forritið í veflægu útgáfunni gefur einnig kost á að nemendur vinni saman í rafbók á uppbyggjandi hátt. Í námsefninu er fjallað um stafræn fótspor og nemendum leiðbeint um hvaða upplýsingar teljast vera persónulegar. Fjölmiðlar er hugtak sem kynnt er til sögunnar og nemendum er kennt að greina hvaða miðlar eru heppilegri en aðrir fyrir þeirra aldurshóp.

Líkt og í 1. - 3. bekk þarf að kenna og rifja upp með nemendum í 4. bekk umgengni við spjaldtölvur sem miða að sjálfstæði í vinnubrögðum og minna þau stöðugt á mikilvægi öruggrar netnotkunar. Verkefni þessu tengdu eru í kaflanum "Fyrir alla árganga". Líkt og áður er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkun í skólastofunni.

Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan

Mitt val á fjölmiðlum

Lykilspurning: Hvað er heilbrigt val á fjölmiðlum?

Glærur

Vinnublöð

Skilgreiningu á hugtakinu Fjölmiðill má finna á Vísindavefnum.

Friðhelgi og öryggi

Einka- og persónulegar upplýsingar

Lykilspurning: Hvaða upplýsingum um þig eru í lagi að deila á netinu?

Glærur

Vinnublað

Einkaupplýsingar og persónulegar upplýsingar

Stafrænt fótspor og auðkenni

Fótspor okkar á netinu.

Lykilspurning: Hvernig getur netnotkun mín haft áhrif á stafræn fótspor hjá mér og öðrum?

Glærur

Vinnublað

Útskýringar á hvað stafrænt fótspor er

Útskýring frá Queensland

Mynd frá UT kennsluráðgjöfum Kópavogsbæjar, þýðing frá Queensland

Sambönd og samskipti

Að halda leikjum skemmtilegum og vinalegum

Lykilspurning: Hvernig get ég hjálpað sjálfum mér og öðrum að vera jákvæð og hafa gaman að spila leiki á netinu?

Glærur

Vinnublöð

Samskipti á netinu

Netið er fullt af möguleikum! Þar er hægt að leita að fróðleik, deila myndum, horfa á myndbönd og spila og skemmta sér með vinum sínum. Engu að síður þarf að hafa ýmislegt í huga þegar vafrað er um netið því þar er auðvelt að lenda í ógöngum. SAFT hefur gefið út bækling fyrir börn um samskipti á netinu þar sem þau læra góðar netvenjur með Andrési og félögum.

Góð venja er að deila með foreldrum rafrænu efni sem farið hefur verið yfir með nemendum.

Neteinelti, stafræn vanlíðan og hatursorðræða

Súper stafrænn borgari

Lykilspurning: Hvernig getum við verið verndarar þegar við verðum vitni að neteinelti?

Glærur

Vinnublöð

Frétta- og miðlalæsi

Réttindi og ábyrgð skapara

Lykilspurning: Hver eru réttindi og ábyrgð sem þú hefur sem skapari?

Glærur

Vinnublað