Líkt og í 1. og 2. bekk þarf að kenna og rifja upp með nemendum í 3. bekk umgengni við spjaldtölvur sem miða að sjálfstæði í vinnubrögðum og fræða þau áfram um örugga netnotkun.
Sjálfstæði er lykilfærni sem við hvetjum til að sé þjálfuð á þessu aldursstigi. Kennarinn komi upp ákveðinni umgengnisvenjum um spjaldtölvur meðal nemenda í skólastofunni. Sett verði upp kerfi og verklag til að stýra notkuninni, hjálpa nemendum að skilja væntingar okkar til umgengninnar og hvetja þau til sjálfstæðra vinnubragða.
Þessi vinna tekur tíma og það þarf að gera ráð fyrir henni í kennslustundum þar sem nota á spjaldtölvur. Hún er auk þess nauðsynleg kennsla til að þróa sjálfstæð vinnubrögð nemenda í öllu námi og öllum námsgreinum.
Í kaflanum Fyrir alla árganga má finna helstu undirstöðuatriði stafrænnar kennslu á þessu aldursstigi. Þau eiga líka við um alla tölvunotkun og er sett upp í tvö “námskeið” eða lotur. Sniðugt er að fara í gegnum slíka lotu í byrjun hvers skólaárs á þessu aldursstigi. Verkefnin má aðlaga að hverjum bekk og aðstæðum hverju sinni. Rifjið upp og endurtakið kennsluna þar til nemendur hafa tileinkað sér innihaldið og sé þeim orðið eðlislægt í umgengni við tæknina.
Þegar þessar lotur eru kenndar þarf að muna að:
Setja verkefnin í samhengi við námsefni/námsgreinar eða lotur þannig að bekkurinn upplifi samhengi á milli náms og tækni.
Velja öpp sem hægt er nota í fleiri en einum tilgangi. Teikniforrit til að teikna hugsanir þeirra, svara spurningum, deila stærðfræðisýnikennslu, teikna og segja frá í leiðinni, útskýra myndir með texta, sögugerð. Slík forrit þarf að kynna og kenna snemma á skólagöngunni og viðhalda þekkingunni.
Gera bekkjarsáttmála árlega með nemendum (tryggja eignarhald). Hengið sáttmálann upp á veggspjald í stofunni sem auðvelt er að vísa í.
Lykilspurning: Hvernig geta góðir stafrænir borgarar tekið ábyrgð á sjálfum sér, samfélaginu sínu og veröldinni?
Efni frá SAFT þar sem nemendur eiga að skoða hvað felst í því að vera ábyrgðarfullur bæði í samskiptum á netinu og í daglegu lífi, og fá þannig tilfinningu fyrir því hvernig er að vera góður stafrænn borgari.
Hér er kennsluáætlun og hér er vinnublað. Vinna má pdf. vinnublöð í Books eða Seesaw sem dæmi.
Lykilspurning: Hvernig getur öflugt lykilorð tryggt þín einkamál?
Sterkari lykilorð - OÓ! Ef.. þá... - verkefnablað
Sterkari lykilorð - OÓ! Ef.. þá... - verkefnablað (KENNARI)
Lestrarbókin Afmælisveislan er ætluð börnum í 3. bekk grunnskóla. Þar er fjallað um samskipti á netinu. Bókin er hluti af þriggja bóka flokki sem útgefin er af Saft og Heimili og skóla.
Tilgangur með lestrarbókunum er að kynna netið fyrir yngstu lestrarhópunum. Jafnframt er bókunum ætlað að vera leið fyrir foreldra og starfsfólk í leik- og grunnskólum til að fræða börn á einfaldan hátt um jákvæða og örugga netnotkun. Aftast í hverri bók eru leiðbeiningar fyrir foreldra/kennara um atriði sem varða netöryggi barna og hvernig nálgast megi umræðuna við börn um netið og góða netsiði. Upplagt er að láta þessi heilræði fylgja með í vikupósti eða fréttabréfi til foreldra eftir að efni bókarinnar hefur verið rætt í skólanum.
Hér er farið í helstu táknmyndir og aðgerðir á vöfrum. Þetta er veflægt efni frá Menntamálastofnun og inniheldur tvö verkefni. Um leið og nemendur læra á vafra og internetið er rétt að kenna stafræna borgaravitund samhliða.
Í fyrra verkefninu er lögð áhersla á að kynnast táknunum.
Í seinna verkefninu eru aðgerðir í Chrome vafranum kynntar.
Námsefni frá Námsgagnastofnun og inniheldur fjórar klípusögur sem tengjast tölvu og netnotkun ásamt gagnvirkum verkefnum sem tengjast þeim. Sögurnar eru sagðar af ungri stelpu sem hefur gaman af tölvum en er líkt og flestir aðrir ekki alltaf með allar reglur á hreinu. Í verkefnunum er farið í lykilorð, persónulegar upplýsingar, rafrænt einelti viðbrögð við varasömum síðum.
Lykilspurning: Hvernig hefur það sem ég deili á netinu áhrif á ímynd mína?
Bæklingurinn „Spurðu áður en þú sendir!“ fjallar á einfaldan hátt um hvað persónuupplýsingar og persónuvernd eru. Þá er fjallað um mikilvægi þess að gæta þess hvaða efni er deilt með öðrum á Netinu og að ávallt skuli fái leyfi áður en sendar eru upplýsingar um aðra, t.d. ljósmyndir.
Bæklingurinn er miðaður að börnum frá 8-12 ára en efni hans á vel erindi við enn yngri börn þar sem notkun barna á netinu og snjalltækjum hefst oftar en ekki á leikskólaaldri.
Lykilspurning: Hvað skapar öflugt netsamfélag?
Lykilspurning: Hvað getur þú gert þegar þú sérð að einhver notar ljót eða meiðandi orð á netinu?
Þetta verkefni frá SAFT er byggt á sama efni frá Common sense og verkefnið hér að ofan.
Hér er kennsluáætlun.
Hér er vinnublað.
Lykilspurning: Af hverju breytir fólk myndum og myndböndum?
Verkefnablöð og lausnir:
Er að sjá það sama og að trúa? Mynd 1 - verkefnablað (KENNARA)
Er að sjá það sama og að trúa? Mynd 2 - verkefnablað (KENNARA)
Er að sjá það sama og að trúa? Mynd 3 - verkefnablað (KENNARA)
Er að sjá það sama og að trúa? Mynd 4 - verkefnablað (KENNARA)
Handbók sem gefin var út af fjölmiðlanefnd og SAFT og Heimili og skóla. Í þessum bæklingi er greinargott yfirlit yfir af hverju sett eru aldursviðmið á myndefni.
Eftir fræðslu er kennurum ráðlagt að senda slóð á handbókina í pósti til foreldra þar sem fram kemur að farið hefur verið í efnið með nemendum.