9. bekkur
Í 9. bekk er lögð áhersla á miðlalæsi og höfundarétt
Í 9. bekk er unnið með miðlalæsi þar sem nemendur læra að vega og meta efni sem sett er fram á netinu. Auk þess er farið yfir með nemendum hvernig þau geta vegið og metið samskipti sem stofnað er til á netinu og hvenær netsamskipti teljast áhættusöm. Farið er í birtingarmynd tjáningar í netsamskiptum og hvernig bregðast megi við vandamálum sem upp koma í netsamskiptum. Að lokum er farið í það hvernig virða ber höfundarétt efnis á netinu og hvernig framsetning getur skipt megin máli þegar efni frá öðrum er nýtt.
Líkt og á fyrri aldursstigum er mikilvægt að gera sáttmála í upphafi skólaárs og móta skýrar umgengnisvenjur um tækninotkuní skólastofunni og hengja upp í heimastofu nemenda og deila honum með öllum kennurum árgangsins.
Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan
Sambönd og samskipti
Friðhelgi og öryggi
Spjall og viðvörunarbjöllur
neteinelti, stafræn vanlíðan og hatursorðræða
Stafrænt fótspor og auðkenni
Frétta- og miðlalæsi
Falskar fréttir - kennsluhugmyndir
Hér má finna efni með útskýringum á því hvað falskar fréttir eru og tenglar á efni sem kennarar geta nýtt til að vinna með nemendum. Hér er um að ræða hugmyndir að kennslu um falskar fréttir en ekki útfærðar kennsluáætlanir.
Höfundarréttur og niðurhal
Markmið með þessu verkefni er að nemendur geri sér grein fyrir því að efni á netinu kann að vera eign annarra og að nemendur velti fyrir sér álitamálum sem tengjast höfundarrétti.