Gervigreind (Artificial intelligence (AI)) er að umbreyta heiminum sem við búum í með hraði. Frá því að nota skapandi gervigreind í skólaverkefni til þess að takast á við falsfréttir og mynda vinskap við spjallmenni hafa nemendur margt að íhuga þegar kemur að þessari síbreytilegu tækni.
Þetta safn af fljótlegum kennslustundum (20 mínútur eða minna) veitir innsýn í hvernig gervigreind virkar og hjálpar til við að fjalla um félagsleg og siðferðileg áhrif hennar. Með þessum kennslustundum munu nemendur:
Skilja hvað gervigreind er og hvernig hún virkar
Íhuga kosti og áhættu hennar
Hugsa gagnrýnið um hvernig við getum verið ábyrgir og siðferðilegir notendur gervigreindar
Lykilspurning: Hvað er gervigreind og hverjir eru hugsanlegir kostir og gallar hennar?
Lykilspurning: Hvernig eru gervigreindarspjallmenni hönnuð og hver eru hugsanleg áhrif þessarar tækni?
Lykilspurning: Hvaða áhrif hefur gervigreind á nám okkar og sköpun?
Lykilspurning: Hvernig er gervigreind hlutdræg?