Að vera virkur á samfélagsmiðlum, getur þýtt að tengjast vinum, deila myndum með þeim og bara að vera með á nótunum fyrir flesta nemendur grunnskólans. En það getur líka haft truflandi áhrif, félagslegan þrýsting og fleira. Hjálpaðu nemendum að kanna þessar margvíslegu tilfinningar sem þeir gætu nú þegar verið að upplifa á samfélagsmiðlum.
Í lok kennslustundar geta nemendur:
Bent á hlutverk samfélagsmiðla í daglegu lífi þeirra.
Hugleitt og bent á jákvæðu og neikvæðu áhrifin sem notkun samfélagsmiðla hefur á þeirra sambönd.
Þekkt "viðvörunarbjöllur" (e."red flag feelings") þegar þeir nota samfélagsmiðla, og íhugað leiðir til að bregðast við.
Að deila of miklu (e.oversharing):
að deila persónulegum tilfinningum, upplýsingum eða reynslu, sem viðkomandi sér síðar eftir eða lætur einhverjum líða illa yfir.
Viðvörunarbjöllur (e.red flag feeling):
þegar eitthvað gerist á stafrænum miðli sem lætur þér líða illa, þú færð áhyggjur, þú verður leið/ur eða kvíðin.
Samfélagsmiðlar:
vefsíður og annað stafrænt efni sem gerir notendum kleift að skapa og deila efni, eða taka þátt í samfélagslegum samskiptum.
1. Sýndu glæru nr.4 og spurðu: Hvað haldið þið að mörg prósent bekkjarins séu á samfélagsmiðlum, eins og t.d. Instagram, Snapchat, eða eitthvað svipað? Haldið fimm fingrum uppi ef þið haldið að það séu flestir ef ekki allir, þremur ef þið haldið að það sé um það bil helmingur bekkjarins, og einum ef þið haldið að það séu fáir eða enginn.
Til að útskýra nánar skaltu gera þeim grein fyrir því að samfélagsmiðlar geta líka verið vefsíður sem gera notendum kleift að skapa og deila innihaldi með öðrum (glæra 5).
2. Útskýrðu að með lögum þá mega þeir sem eru yngri en 13 ára ekki vera á samfélagsmiðlum, og jafnvel eru einhverjir samfélagsmiðlar sem krefjast þess að notendur séu orðnir 17 eða 18 ára. Spurðu: Hvernig haldið þið að prósentutalan hér í þessum bekk sé í samanburði við unglinga í öðrum löndum? Hvað heldurðu að há prósentutala bandarískra unglinga séu á samfélagsmiðlum?
Bjóddu nemendum að svara og deila svörum með hinum. Sýndu glæru nr.6 og bentu á að 70% unglinga noti samfélagsmiðla oft á dag.
3. Bjóddu nemendum að deila því sem þeir taka eftir á glærunni. Spurðu þá hvort að þessat tölur passi við þeirra eigin reynslu.
1. Sýnið myndbandið á glæru 7. Eftir að hafa horft á það skuluð þið ræða spurningarnar. Bjóddu nemendum að deila sínu sjónarhorni.
Fram gætu komið eftirfarandi svör:
Kostir: Þú getur tengt við vini, deilt myndum af því sem þú ert að gera eða hugsa, deilt spennandi hlutum sem þú ert að vinna að, vera á tánum með það sem er í gangi.
Vandamál eða gallar: Það er truflandi, þér finnst eins og þú þurfir alltaf að vera að skoða, það er þrýstingur á að vera fullkomin/n, þrýstingur á að láta eins og líf þitt sé fullkomið, það getur látið þér líða illa og jafnvel kallað á þunglyndi.
Spurðu nemendur hvort þeir hafi upplifað eitthvað af þessu.
2. Útskýrðu að