Hvaða upplýsingum um þig er í lagi að deila með öðrum á netinu?
LYKILHUGTÖK
Innbyggt :
e-Eitthvað sem maður er fæddur með
Einkaupplýsingar:
Upplýsingar um þig sem hægt er að nota til að bera kennsl á þig, vegna þess að þær eru einstakar fyrir þig (t.d. Fullt nafn eða heimilisfang þitt).
Persónulegar upplýsingar::
Upplýsingar um þig sem geta ekki borið kennsl á þig, vegna þess að þær eiga líka við marga aðra (t.d. hárlitur eða borgin/bærinn sem þú býrð í).
Innskráning (á netinu):
Að slá inn upplýsingarnar þínar, til þess að skrá þig til að fá aðgang að vefsíðu eða forriti.
Fyrir kennslustundina: Hægt er að láta nemendur spila leikinn; Share Jumper. (Hér til hægri)
Leikurinn kemur frá Common Sense Education og hjálpar hann við að kynna lykilhugtökin í kennslustundinni.
1. Segðu: Í dag ætlum við að byrja á því að fara í stuttan leik.
Fyrir hverja fullyrðingu sem er lesin upp, ef hún á við um þig, þá skaltu standa upp.
Ef hún á ekki við þig, þá siturðu áfram.
Eftir hverja fullyrðingu, skaltu kíkja í kringum þig til þess að sjá hverjir sitja og hverjir standa. (Glæra 4.)
2. Lestu eftirfarandi fullyrðingar fyrir bekkinn þinn, hafðu gott bil á eftir hverri svo nemendur hafi tíma til að standa upp eða setjast niður. Láttu alla nemendur setjast aftur niður áður en ný fullyrðing er lesin upp.
Stattu upp ef þú eða einhver í fjölskyldunni þinni talar annað tungumál en íslensku.
Stattu upp ef þú átt tvö eða fleiri systkini.
Stattu upp ef þú átt gæludýr.
Stattu upp ef þú hefur einhvern tíman farið á Youtube.
Stattu upp ef þú hefur einhvern tíman deilt einhverju um sjálfan þig á netinu.
3. Láttu nemendur setjast aftur og spyrðu: Hvað lærðirðu af þessum leik? Fannst þér hann skemmtilegur? Af hverju eða af hverju ekki?
Þú gætir boðið sjálfboðaliðum að deila sínum skoðunum.
4. Segðu: Tilgangurinn með þessum leik var að hafa smá gaman og að kynnast aðeins betur. Það eru margar aðstæður sem koma upp þar sem getur verið gaman og jákvætt að deila einhverju persónulegu með öðrum. Ein af þessum aðstæðum er á internetinu, þar sem þú deilir með öðrum hvað þér finnst skemmtilegt, hvaða skoðanir þú hefur og fleiri persónulegar upplýsingar -- en ekki einkaupplýsingum -- getur verið jákvætt og skemmtilegt.
Segðu: Í kennslustundinni í dag ætlum við að ræða um það að vera á netinu -- og það hvernig það að deila upplýsingum um ykkur getur verið skemmtilegt og tengir ykkur við aðra. Við ætlum líka að ræða um leiðir sem þið getirð notað til að verja ykkur svo þið deilið ekki of miklum upplýsingum.
Sýndu "Vissir þú að..." (Glæra 5.)
Spurðu: Hvað vakti athygli þína á þessari glæru? Hver er meginhugmyndin? Spjallið við sessunauta ykkar um þetta.
Nú skaltu bjóða nemendum að deila sínum svörum. Ef nauðsynlegt þá er gott að gera grein fyrir merkingunni Innbyggt sem einhverju sem við erum fædd með. Það að deila með öðrum er okkur náttúrulegt, og að margir kostir séu við það að deila með öðŕum.
4. Segðu: Hvaða upplýsingar um þig sem þú gætir deilt með öðrum væru það sem eru þessum kostum gefnir? Skiptist á að deila ykkar hugmyndum með sessunautum ykkar.
Bjóddu nemendum að deila sínum svörum yfir hópinn. Síðan gætu þeir útskýrt hvaða kostur það væri ef þeir deildu einhverjum upplýsingum með öðŕum (líða vel, læra, tengjast eða sannfæra). Ef nemandinn er ekki viss geturðu spurt allan bekkinn.
GREINDU: Einkaupplýsingar eða persónulegar? (15 mín.)
Segðu: Það eru fullt af ástæðum til þess að deila upplýsingum um sjálfan þig á netinu. Samt sem áður er ekki í lagi að setja hvað sem er um þig á netið. Nú ætlum við að horfa á stutt myndband um það að deila upplýsingum á netinu. Þegar við horfum, þá skaltu hugsa um hvaða upplýsingum það er í lagi að deila á internetinu og hvaða upplýsingum er ekki í lagi að deila.
Sýndu glæru 6 og sýndu myndbandið Private and Personal Information. Eftir myndbandið skaltu bjóða nemendum að bregðast við myndbandinu og hvetja þá til að koma með dæmi um einkaupplýsingar og persónulegar upplýsingar. Gerðu þeim ljóst að einkaupplýsingar eru þær upplýsingar sem eru hvað hættulegastar til að deila, vegna þess að það er hægt að nota þær til að bera kennsl á þig persónulega. (Glæra 7)
Segðu: Nú ætlum við að fara í annan leik. Fyrir hvert dæmi sem ég tek eigið þið að ræða við sessunaut ykkar hvort ég sé að nefna einkaupplýsingar eða persónulegar. Til að ákveða, spurðu sjálfan þig, "Passa þessar upplýsingar einnig fyrir marga aðra einstaklinga?" Ef svo er, þá eru þetta persónulegar upplýsingar. Ef ekki þá eru þær einkaupplýsingar. (Glæra 8)
Lestu upp fyrsta dæmið "Aldur". Minntu nemendur á að taka til greina hvort þessar upplýsingar eigi við um marga aðra. Ef svo sé þá séu þær persónulegar upplsýngar. Ef ekki þá séu þetta einkaupplsýngar. Gefðu nemendum u.þ.b. mínútu til að ræða og ákveða.
4. Segðu: Ef þú heldur að þetta séu einkaupplýsingar skaltu standa upp. Ef þú heldur að þetta séu persónulegar upplýsingar skaltu sitja áfram.
Eftir að nemendur hafa ákveðið (standa eða sitja), skaltu bjóða nemendum að útskýra af hverju þeir ákváðu að svara eins og þeir gerðu. Gott að fara yfir muninn á einkaupplýsingum og persónulegum upplýsingum. Ef nauðsynlegt þá er gott að benda á að það séu margir (í skólanum, bænum þeirra og einnig í bekknum þeirra) sem eru jafngamlir þeim.
5. Segðu: Allir sem sitja ennþá, hafa rétt fyrir sér! Þessar upplýsingar eru ekki einkaupplýsingar.
Endurtaktu skref 3-4 fyrir hvert dæmi:
heimilisfang (einkauppl.)
netfang (einkauppl.)
fæðingadagur (einkauppl.)
hve mörg systkini þú átt (persónulegar)
símanúmer (einkauppl.)
kreditkorta upplýsingar (einkauppl.)
uppáhalds matur (persónulegar)
nafnið á gæludýrinu þínu (persónulegar)
nafn skólans þíns (einkauppl.) (Útskýrðu að þrátt fyrir að nafn skólans sé eitthvað sem eigi við marga aðra, þá sé áhættusamt að deila því með einhverjum sem þú þekkir ekki, og þú ættir að fá leyfi frá fullorðnum fyrst.
Dreifðu verkefnablaðinu; The Exit Ticket til nemenda.
Segðu: Í lokin munuð þið skrifa niður ykkar niðurstöður við tveimur spurningum um það sem þið hafið lært í dag. Þið hafið fimm mínútur til að skrifa svörin. (Glæra 9)
Gefðu nemendum fimm mínútur til að skrifa þeirra hugleiðingar. Þú gætir boðið sjálfboðaliðum að deila með hinum.
Safnaðu saman öllum eyðublöðunum áður en nemendur yfirgefa kennslustundina, svo þú getir metið þeirra skilning á muninn á einkaupplýsingum og persónulegum upplýsingum.
Láttu nemendur einnig svara spurningakönnunninni.