Þegar börn eru komin á grunnskóla aldur þá er það þeim nánast náttúrulegt að hafa rafræn samskipti (samskipti á Netinu). En mögulegt er að sumt að því sem þau sjá láti þeim ekki líða vel, þau geta komist í uppnám, þeim liðið illa og særð og einnig geta þau orðið hrædd. Hjálpaðu nemendum þínum að þróa samkennd með öðrum og læra aðferðir sem þau geta notað þegar þau verða vitni að eða verða sjálf fyrir neteinelti.
Að kennslustund lokinni munu nemendur geta:
Skilið að það er mikilvægt að hugsa um orðin sem við notum, vegna þess að öll túlkum við hluti á mismunandi hátt.
Fundið leiðir til að bregðast við ljótum athugasemdum á netinu, með því að nota S-T-O-P.
Ákveðið hvaða fullyrðingar eru í lagi að segja á Netinu og hvað er ekki í lagi að segja.
Samkennd:
að geta ímyndað sér tilfinningar sem einhver annar er að upplifa/ að geta sett sig í spor annara.
Túlka:
að skilja eitthvað sem er byggt á sjónarmiði okkar.
Fyrir kennslustundina: Hægt er að láta nemendur spila leikinn E-volve í Digital Passport™ frá Common Sense Education. Það hjálpar til við að kynna lykilhugtök kennslustundarinnar. Ef þú vilt skoða enn frekar skaltu kíkja á Digital Passport Educator Guide.
1. Sýndu glæru nr.4 og spurðu nemendur: Ímyndið ykkur að þegar þið komuð inn í stofuna að ég hefði sagt við ykkur (með vingjarnlegum tón) "Halló!" Hvaða broskall passar við það?
Láttu nemendur sýna sitt svar með því að halda uppi fingrum (1, 2, 3, or 4). Ef einhver heldur uppi öðru en 1, þá skaltu biðja þá um að deila með hinum af hverju þeir völdu það.
2. Endurtaktu Endurtaktu þetta tvisvar til viðbótar, segðu Halló mismunandi í hvort skipti: einu sinni með reiðum tón, og svo með taugatrekktum eða hræddum tón.
3. Sýndu glæru nr.5 og spurðu: Hvað með ef þið bara lesið það? Hvernig líður ykkur þá?
Bentu á að þegar maður les athugasemd í texta þá er oft erfitt að skilja eða túlka hvað viðkomandi er að segja. Útskýrðu að svörin þeirra gætu verið mismunandi eftir því hver þau eru, vegna þess að við túlkum öll hluti mismunandi. Útskýrðu að það að túlka eitthvað sé að skilja eitthvað sem er byggt á sjónarmiði okkar, glæra nr.6.
4.Segðu: Vegna þess að orð geta verið túlkuð mismunandi af mismunandi fólki, þá er mikilvægt að hugsa um hvaða orð við notum og hvernig þau geta haft áhrif á aðra. Við gætum sagt eitthvað bara til að vera fyndin, ef einhver annar gæti tekið því alvarlega, og orðin gætu sært viðkomandi. Þetta getur gerst þegar við tölum við einhvern í eigin persónu, og einnig þegar við erum á Netinu. Það gerist jafnvel oftar á Netinu, begna þess að orð eru bara texti -- við erum í raun ekki í eigin persónu að tala við aðra.
1. Spurðu: Hefur einhver heyrt um orðatiltækið "Sticks and stones may break my bones, but words can never hurt me"?
Þú getur boðið nemendum að svara. Svör gætu verið mismunandi. Spurðu svo nemendur hvort þeir haldi að orðatiltækið sé satt.
2. Sýndu glæru nr.7 og segðu: Við ætlum að horfa á myndband sem heitir"The Power of Words." Á meðan við horfum skuluð þið halda áfram að hugsa um hvort fullyrðingin/orðatiltækið sé satt eða ekki.
Sýndu myndbandið The Power of Words og bjóddu síðan nemendum að deila með hinum , hvort þeir haldi að orðatiltækið sé satt eða ekki. Leggðu áherslu á að stundum sé erfitt að hunsa hvað aðrir séu að segja um mann, sérstaklega þegar það sé eitthvað ljótt og særandi.
3. Spurðu: Af hverju haldið þið að hinir spilararnir/leikmennirnir hafi sagt þetta við Guts? Glæra nr.8
Bjóddu nemendum að svara. Svörin gætu verið eins mismunandi og við erum mörg, en m.a. gæti eftirfarandi komið fram; þeir voru bara að grínast, eða þeim líður sjálfum illa og reyna að taka það út á öðrum.
4. Spurðu: Hvað gerir Guts til að svara þessum ljótu orðum?
Bjóddu nemendum að svara og leggðu áherslu á að Guts hafi talað við fullorðinn sem hann treysti, sem sýndi honum samúð og gat gefið honum góð ráð. Skilgreindu samkennd á þá leið að maður geti ímyndað sér tilfinningar sem einhver annar er að upplifa/ að geta sett sig í spor annara. (Glæra nr.9)
5. Sýndu glæru nr.10 og farðu yfir skammstöfunina S-T-O-P í tengslum við að svara ljótum orðum á Netinu.
1. Dreifðu verkefnablaðinu Orð geta sært og lestu leiðbeiningarnar upphátt. Gefðu nemendum ca.fimm mínútur til að klára verkefnið.
2. Bjóddu hópunum að deila sínum svörum.
1. Skiptu skólastofunni upp í tvennt. Merktu annan helminginn "OK". Merktu hinn helminginn "Ekki í lagi" eða "Not OK". Láttu alla nemendurna standa OK mengin.
2. Sýndu glæru nr.11 og lestu leiðbeiningarnar upphátt.
3. Láttu nemendur lesa fullyrðingarnar á glærum 12-15. Eftir hverja fullyrðingu skaltu gefa nemendum tíma til að færa sig eða vera kyrra. Spurðu nemendur úr út þ.e. af hverju þeir hafi fært sig eða ekki. Ef hægt er þá er gott að fá sjónarmið frá sitt hvorum helming stofunnar.
Til dæmis þegar nemendur segja að það sé "Ekki í lagi", skaltu spyrja þá hvað þeir hefðu gert ef þeir hefðu fengið svona skilaboð frá einhverjum.
4. Farðu yfir að krakkar hafi gaman af því að fara á Netið og spjalla, horfa á myndbönd, senda skilaboð, spila tölvuleiki og gera heimavinnuna. Stundum segir fólk ljóta og særandi hluti. Skilaboð sem láta öðrum líða illa - fara yfir strikið.
5. Láttu nemendur vinna spurningarnar Máttur orða.