Það er erfitt að flýja allar þær tilkynningar sem berast okkur, hvort sem það eru samfélagsmiðla tilkynningar í símanum okkar eða fréttir á Netinu eða í sjónvarpi. En skilja börn og unglingar í raun og veru það sem þau sjá þegar fréttir bresta á? Hjálpaðu nemendum að greina fréttaflutning með gagnrýnu auga með þeim tilgangi að sjá hvort um falsfréttir sé að ræða eða ófullnægjandi upplsýnigar. Ræðið einnig gallana við það að við séum stanslaust að fá fréttir beint í æð, en nú á tímum er menningin orðin þannig.
Í lok kennslustundar munu nemendur geta:
Skilgreint helstu fréttir, og skilið af hverju einstaklingar og fréttamiðlar vilja vera fyrstir til að birta frétt.
Greint helstu fréttatilkynningar til að geta þekkt vísbendingar um falsfréttir eða ófullnægjandi fréttaflutning.
Hugleiðtt afleiðingarnar við því þegar strax er brugðist við áríðandi fréttatilkynningum.
24/7 Fréttahringrás
24 klukkutímar, sjö daga vikunnar berast fréttir í gegnum sjónvarp, útvarp, prentmiðla, á Netinu og í símana okkar.
Einhliða afstaða
Ákveðin skoðun er dregin upp og afstaða er tekin með eða á móti málstaðnum.
Áríðandi fréttir
Greint er frá upplýsingum varðandi atburð sem hefur átt sér stað nýlega eða er að gerast.
1, Sýndu glæru 4 og lestu upp spurningarnar. Gefðu nemendum eina mínútu til að hugleiða, og segðu svo: Hver vill deila með okkur? Sá sem réttir fyrst upp hönd byrjar.
Leyfðu þeim sem réttu upp hönd að deila með hinum. Nemendur gætu sagt að þeir væru áhugasamir, áhyggjufullir, forvitnir eða eitthvað í þeim dúr. Útskýrðu að áríðandi fréttir séu upplýsingar varðandi atburð sem hefur átt sér stað nýlega eða er að gerast (glæra 5).
2. Útskýrðu að þú hafir sagt "ég leyfi þeim sem réttir fyrst upp hönd að byrja" vegna þess að vera sá fyrsti til að fá að tala eða deila sé mikilvægur hluti af áríðandi fréttum. Spurðu: Hafið þið einhvern tíman viljað vera fyrst að segja einhverjum eitthvað eða fyrst til að birta eitthvað á Netinu?
Bjóddu nemendum að svara og útskýra að það séu margar ástæður fyrir því að einstaklingar og fréttamiðlar vilji vera fyrstir með fréttirnar. Spurðu: Af hverju haldið þið að það sé? Af hverju vill fólk vera fyrst til að segja frá einhverju?
Bjóddu nemendum að svara. Skrifaðu svörin þeirra á glæru 6. Svörin þeirra gætu mögulega innihaldið:
Fyrir einstaklinga:
Að fá fleiri fylgjendur, "likes" og deilingar.
Að aðrir líti á mann sem einhvern mikilvægan og með mikla þekkingu.
Spenna augnabliksins; að vera í núinu.
Fyrir fréttastofur:
Fá fleiri áhorfendur/lesendur.
Að þéna meiri pening vegna meira áhorfs/frekari auglýsingar
Að vera vel þekkt eða fræg.
Blaðamaður eða fréttamaður sem bíður eftir stöðuhækkun eða að fá viðurkenningu.
3. Sýndu glæru 7 og útskýrðu að vegna þess hve tæknin er orðin góð og við séum alltaf nettengd, þá þýði það að þegar maður er fyrstur að segja frá einhverju eða deila einhverju, þá er maður í raun fyrstur með fréttirnar (jafnvel áður en það kemur í fréttum). Þetta leiðir af sér 24/7 fréttahringrásina, sem vísar í 24-klukkutíma, sjö-daga-vikunnar er verið að rannsaka og greina frá fréttum í gegnum sjónvarp, útvarp, prentmiðla, Netinu og ýmsum farsímaforritum. Fréttastofur geta átt í erfiðleikum með að birta og greina frá fréttum fyrst, sem þýðir að við fáum fregnir af fréttum á fljótari máta, en það þýðir líka að við þurfum að vera varkárari og ganga úr skugga um að fréttir séu réttar.
1. Dreifðu Áríðandi fréttir eyðublaðinu og sýndu glæru nr.8.and. Nemendur eiga fyrst að einblína á hluta 1: Saga hjólabrettagarðsins
Spurðu: Við skulum ímynda okkur að þið hafið verið að fá tilkynningu um þetta í símann ykkar eða spjaldtölvu. Hvað haldið þið að sé að gerast? Skrifið ykkar hugmyndir/hugsanir í fyrsta dálkinn á eyðublaðinu ykkar.
Gefðu nemendum nokkrar mínútur til að skrifa niður svörin sín, og leyfðu þeim svo að deila með hinum.
2. Bentu nemendum á að skoða hluta 2 á eyðublaðinu og lestu upp leiðbeiningarnar. Þú skalt velja nemendur til að lesa greinina upphátt fyrir bekkinn. Gefðu nemendum tíma til að vinna í hópum til að taka eftir hvað vantaði í fréttatilkynninguna og svo eiga nemendur að klára að fylla inn í annan dálkinn af hluta 1.
3. Bjóddu nemendum að deila með hinum.
4. Útskýrðu að þó það geti verið erfitt að sjá hvort að það vanti eitthvað í fréttir sem eru áríðandi, þá eru samt nokkrir hlutir sem hægt er að skoða. Sýndu Glæru 9 og skoðaðu fréttatilkynningarnar.
Þriðja fréttatilkynningin; útskýrðu að hlutdrægni sé það þegar höfundur setur fram sínar skoðanir um ákveðið málefni eða notar orð og orðatiltæki sem leiða lesandan í ákveðna átt. (Glæra 10) Hlutdrægni er hægt að finna á ýmstum stöðum, jafnvel í trúverðugum fréttum.
5. Farðu yfir "Að vera gagnrýnin á nýjustu fréttir" á glæru 11. Láttu nemendur fylla inn í hluta 3 á eyðublaðinu um leið og þú lest fyrir þau. Leggðu áherslu á það, að þegar fréttir eru nýjar eða áríðandi, þá ættu nemendur að reyna að standast það að bregðast við strax. Frekar ættu þeir að slaka á og reyna að sjá heildarmyndina eða fá að heyra alla söguna.
Dreifðu: Tónleikum frestað eyðublaðinu (glæra 12) og lestu leiðbeiningarnar. Í pörum skaltu láta nemendur greina fréttatilkynningarnar og athuga hvort einhverjar vísbendingar séu um það að ekki sé öll sagan sögð með tilkynningunum. Láttu nemendur svara spurningunum þremur á eyðublaðinu.
Spurðu: Af hverju haldið þið að það sé mikilvægt að fá að heyra alla söguna (heildarmyndina) áður en þið bregðist við eða deilið áríðandi fréttum?
Bjóddu nemendum að svara. Leggðu áherslu á hugsanlegar afleiðingar þess að deila fölskum eða ófullnægjandi upplýsingum.
Getur valdið því að fólk taki rangar ákvarðanir byggðar á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum.
Getur ruglað fólk.
Getur búið til óþarfa rökræður eða jafnvel skipt fólki niður eftir málefnum.
Erfiðara gæti verið að sjá mun á sannleika og ósannindum.