Brekkuskóli

Nám í 8., 9. og 10. bekk Brekkuskóla

Í stundaskrá nemenda í 8., 9. og 10. bekk eru 37 kennslustundir. Af þeim eru 6 stundir í 8. bekk og 8 stundir í 9. og 10. bekk í valgreinum. Þannig hafa nemendur töluvert tækifæri til að hafa áhrif á grunnskólanám sitt. Valið skiptir miklu máli og gott að hafa þætti eins og áhugasvið og framtíðaráform í huga og athuga að velja sjálfstætt. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að nám í valgreinum er ekki frábrugðið námi í öðrum greinum, þar gilda sömu reglur um mætingu o.þ.h. og í kjarnagreinum.

Skólaárið 2020-2021 geta nemendur valið úr fjölmörgum greinum sem nánar eru kynntar hér. Markmiðið er að bjóða uppá fjölbreytt úrval valmöguleika og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar.

Flestar greinar eru opnar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en þó eru nokkrar einungis fyrir 9. og 10. bekk og ein bara fyrir 10. bekk. Vinsamlegast hafið það hugfast.

Almennt samsvarar hver grein 2 kennslustundum á viku og eru kenndar hálfan vetur hver.

Því þarf að velja sérstaklega fyrir haustönn annarsvegar og vorönn hinsvegar.

Veljið greinar með því að setja númer frá 1 til 6. Merkið 1 við það sem þið viljið mest og svo koll af kolli upp í 6.

Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins, nokkrar í VMA og á fleiri stöðum. Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða.

Fyrstu 1-2 vikur í valgrein er getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina.

Nemendur eiga kost á að fá nám við sérskóla metið sem og ýmiskonar félags- og/eða íþróttaiðkun. Einfalt metið val samsvarar tómstundastarfi 1-5 klst. á viku. Tvöfalt metið val samsvarar iðkun frá og með 5 klst. á viku í einni íþrótt/félagsstarfi eða þátttaka í tveimur aðskildum íþróttum/félagsstarfi. Einnig geta nemendur fengið fjarnám við framhaldsskóla metið.

Til staðfestingar þátttöku í metnu vali þarf að skila staðfestingu á ástundun í sept/okt á þar til gerðu eyðublaði.

Nemendur og foreldrar bera fulla ábyrgð á iðkun í metnu vali og skilum á staðfestingu til að starfið fáist metið. Ef breyting verður á, eða nemendur hætta að iðka þá tómstund sem metin er ber að tilkynna það strax til skóla til að hægt sé að bæta inn valgrein strax.

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að ráðfæra sig við Steinunni Hörpu náms- og starfsráðgjafa (steinunnh@akmennt.is) ef spurningar vakna. Sími skólans er 4147900.

Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi 18. maí 2020.

Innanskólaval

Bóknámsval

Bakstur

Fatahönnun

Handverk

Heilsufræði, andleg og líkamleg heilsa

Íþróttir

Leirmótun

Lífsstíll og vellíðan

Málverk

Myndlist 1

Myndlist 2

Réttir frá ýmsum löndum

Smíðar / Hönnun

Samskólaval

Afreksíþróttir

Aðhlynning og umönnun

Athyglisverð umhverfismál

Bókaormar

Crossfit

Fávitar

Félagsmiðstöðvaval

Fluguhnýtingar og stangveiði

Franska haustönn

Franska vorönn (framhald)

Handverk og hönnun

Hársnyrtiiðn

Hjólaval

Heimspeki

Hnefaleikaskólinn

Hönnunar- og tæknismiðja (Fab Lab)

Iðnir og tækni - Slippurinn

Í fréttum er þetta helst

Klúbbaval - stelpuklúbbur og strákaklúbbur

Körfuboltaskóli

LEGO

Leikjaforritun

Leir, leður og mósaík

Leirmótun

Líkamsrækt

Margmiðlun og snjalltæki

Matreiðsla

Myndlist

Píla

Pólska

Rafiðnir (IGK1812)

Rafíþróttir

Rokk

Rúllur, bolti, teygjur, slökun

Skák

Skíði og bretti

Skrautskrift fyrir byrjendur

Spaðaíþróttir

Stafræn teikning og vinnsla

Stop motion

Sumba

Tónlistarsköpun í tölvum

Undirbúningur fyrir ökunám

Ungt fólk á uppleið

Útivist og hreyfing

Yoga

Þjónusta/framreiðsla