SAMSKÓLAVAL

Yoga fyrir 8. - 10. bekk


Yoga fyrir 8. - 10. bekk

Markmið og kennsluaðferð:  Hér munum við kynnast jóga!  Hvað er það, hvaðan kemur það, hvernig er það talið virka og af hverju er það talið virka svona vel?

Hver tími mun byggjast upp á umræðum/fræðslu , Hatha jógaflæði og djúpslökun.

Í upphafi annarinnar verða verklegar æfingar léttari en munu svo þyngjast eftir því sem á líður, þar til við í lokin munum reyna við erfiðari og meira krefjandi jógastöður.

Boðið verður upp á mikla fjölbreytni og mismunandi leiðir í jóga.

Við munum jafnvel fá til okkar gestakennara og fara í vettvangsferðir og upplifa jóga úti í náttúrunni.

Jóga getur hjálpað okkur að byggja upp sterkan og liðugan líkama en einnig getur jóga orðið lífslangt ferðalag sjálfsuppgötvunar sem færir þér sterkari sjálfsmynd, hugarró, og innri hamingju.

Um leið og við fetum þessa braut, munum við ræða þætti sem hafa áhrif á sjálfsmyndina okkar – hvað eflir hana og hvað letur hana? Hvað getum við gert til þess að verða sjálfsöruggir og ánægðir einstaklingar? Hafirðu sterka sjálfsmynd geturðu nefnilega gert allt það sem þú vilt og getur á auðveldari máta tekist á við þá hluti sem á vegi þínum verða!

Námsmat:  Námsmat byggist á ástundun, áhuga, vinnusemi og hegðun í tímum.

Kennt verður í Ómi - Yoga- og gongsetri á þriðjudögum og fimmtudögum.