SAMSKÓLAVAL

Franska haustönn fyrir 8.-10. bekk

Franska haustönn fyrir 8.-10. bekk

Markmið áfangans eru:

- að nemendur fái grunnorðaforða í frönsku.

- að nemendur læri undirstöðuatriði í málfræði.

- að nemendur fái þjálfun í að hlusta á talað franskt mál.

- að nemendur geti tjáð sig með stuttum einföldum setningum á frönsku.

- að vekja áhuga nemenda á Frakklandi og franskri menningu.

Námsefni: Lesbók og vinnubókin Carte blanche. Kennari velur einnig efni úr öðrum bókum, auk þess að sýna franskar kvikmyndir og velja tónlistarefni. Í kennslunni verður Frakkland kynnt fyrir nemendum og reynt að vekja áhuga þeirra á landi og þjóð. Unnið verður með grunnorðaforða svo sem að heilsa, telja, að þekkja litina og stuttar almennar setningar. Farið verður í grunnmálfræðiatriði á borð við persónufornöfn, nafnorð, greini og grunnsagnir. Þá fá nemendur einnig tækifæri á að æfa framburð.

Kennsluhættir: Leitast verður við að nota fjölbreytta kennsluhætti. Leikir, innlögn á töflu, hlustun, tjáning og samvinnunám verða höfð í fyrirrúmi í bland við einstaklingsverkefni.

Námsmat: Um verður að ræða leiðsagnar- og frammistöðumat yfir önnina þar sem kennari leiðbeinir hverjum nemanda á einstaklingsmiðaðan hátt.

Kennt í Lundarskóla kl. 14 á miðvikudögum.