SAMSKÓLAVAL

Tónlistarsköpun í tölvum fyrir 8. - 10. bekk


Tónlistarsköpun í tölvum fyrir 8. - 10. bekk

Í valgreininni fer kennari yfir hvað þarf að hafa til staðar til að búa til tónlist í tölvum. Hann skoðar hvaða búnaður er nauðsynlegur og fer yfir þau vinnubrögð sem tíðkast. Farið verður yfir notkun á upptökuforritum, sýndarhljóðfærum og trommuheilum, en jafnframt munu upptökur á gítar og söng verða skoðaðar, ásamt hljóðblöndun og lokavinnslu. Í áfanganum munu nemendur ásamt kennara semja, útsetja, taka upp og hljóðblanda lag.

Námsmat: Ástundun og vinnubrögð.

Kennt verður á þriðjudögum í Tónlistaskólanum