SAMSKÓLAVAL

Í fréttum er þetta helst fyrir 8. - 10. bekk

Í fréttum er þetta helst fyrir 8. - 10. bekk

Markmið með valgreininni er að:

  • Gera nemendur læsa á fréttir

  • Auka áhuga nemenda á fréttum og því sem er að gerast, á bæði innlendum og erlendum vettvangi

  • Velta fyrir sér uppruna frétta, hvernig þær verða til, hvernig m.a. tíst eins manns getur orðið að frétt út um allan heim

  • Átta sig á því hvaða miðlar eru fréttamiðlar

  • Skilgreina hvað er frétt og hvað ekki (smellugildrur)

Í tímunum verður farið yfir fréttir vikunnar og þær ræddar í margvíslegu samhengi. Nemendur verða af og til beðnir um að velja eina frétt sem vakti athygli þeirra og útskýra af hverju.

Leitast veður eftir því að heimsækja fjölmiðla s.s. RÚV og N4 og kynnast starfseminni og hvernig miðlarnir vinna.

Myndsamtala tæknin verður nýtt og rætt við fólk sem starfar að fjölmiðlum á einn eða annan hátt, s.s.:

  • Blaðamenn

  • Þáttastjórnendur

  • Almannatengla

  • Fjölmiðlafulltrúa fyrirtækja/ stofnana/ félagasamtaka

Námsmat: Frammistaða í tímum og þátttaka í umræðum.

Kennt er í Glerárskóla á mánudögum kl.14:00 á vorönn