Fatahönnun – fyrir 8., 9. og 10. bekk.


Fatahönnun – fyrir 8., 9. og 10. bekk.

Markmið: Að nemendur læri að nota saumavélina rétt, teikna upp og sníða flík eftir sniði.

Kennsluefni og aðferðir: Nemendur byrja á að rifja upp saumavélakunnáttu og sauma nokkrar prufur. Nemendur velja svo einfalda flík til að breyta, en því næst hanna, teikna, sníða og sauma sér flík að eigin vali í samráði við kennarann.

Námsmat: Símat.

Kennt verður í þrjár kennslustundir í senn í stað tveggja og því lýkur greininni fyrr sem því nemur.

Kennari: Ágústa Karlsdóttir – stofa 207